A Travellerspoint blog

Víetnam ❤️❤️

Eg hætti síðasta blogg með brjálaðri spennu yfir nætur rútunni til Hó Chi Minh haha. Við sem sagt keyptum miða þar sem okkur var lofað góðu svefnplássi og að við þurftum aldrei að skipta um rútu en form með sömu beint til vietnam. Raunin varð svo aldeilis önnur. Við byrjuðum a þvi að fara i þessa fínu rútu þar sem við gátum legið og fengum teppi og kosy. Eftir um 3 tima vorum við komin til Phnom Penh þar sem við vorum vaktar og sagt að drífa okkur ut, næsta rúta sem tæki okkur til vietnam væri alveg að koma, þa komumst við að þvi að þessi rúta var a leið til Sien Riep en ekki yfir til vietnam svo við þurftum að koma okkur ut og finna bakpokana...rosa fint eftir sma svefn? Jæja við setjumst niður og búumst við þvi að skella okkur i næstu rútu og i meiri svefn innan skamms. Þarna var klukkan 11 um kvöld, rútan sem tók okkur til Ho Chi Minh kom þegar klukkan var að verða half fjögur takk fyrir! Ekki vorum við par sáttar með þetta jæja ofan á kom að þetta var ekki rúta með dýnum til að liggja a heldur bara sæti...æðislegt eftir öll þessi loforð að fa svo þetta hahaha. Jæja en eitt gott gerðist þó, i þessari bið kynntumst við Jamie sem er með þeim bestu persónum sem að eg hef kynnst a þessu blessaða flakki minu! við skemmtum okkur vel saman a meðan við biðum og náðum meira að segja að plata einn tuktuk bílstjóra að skjótast eftir bjórum fyrir okkur hahah. Við fengum sma meiri svefn aður en við komum að landamærunum þar sem við þurftum aftur að ná i bakpokana oklar og labba með þa i gegn, fa stimpil og ut i næsta land. Þetta gekk hratt og örugglega fyrir sig og vorum fljótlega komin aftur i rútuna og sofnuð a ný. Þegar við loksins komum svo til Ho Chi Minh vorum við öll vel þreytt og illa sofin. Við fundum hostelið oklar en gátum ekki checkað okkur inn strax svo við ákváðum að fa okkur að borða fyrst. Við fundum frábæran markað með alls konar mat, leikföngum, áfengi og fötum ótrúlega random hlutir seldir þar en maturinn var góður haha. A leiðinni til baka villtumst við að sjálfsögðu rosalega en það var svo sem agætt þar sem þegar við komum loksins til baka gátum við fengið rúmin oklar og lagt okkur. Um kvöldið var svo skellt ser i sparigallann, Jamie þekkti einhverja a næsta hosteli sem við forum að hitta og enduðum a pub crawl það kvöldið! Þar kynntist eg ótrúlega mikið af fólki sem eiga eftir að koma við sögu seinna meir i vietnam sögunni. Þetta var frabært kvöld með yndislegu fólki og eg var strax farin að lika mjög vel við vietnam!
Daginn eftir vaknaði eg ekki svo hress með lifið eins og eg hafði verið kvöldið aður haha. Við vöknuðum fyrir morgunmat en tokum svo þa hop ákvörðun að leggja okkur aðeins lengur. Þegar allir voru komnir i gírinn röltum við af stað að skoða the war museum sem fjallar um sögu Víetnamstríðsins. Þetta var algjörlega mögnuð upplifun og þa sérstaklega að lesa það sem Bandaríkjamenn gerðu mikið af hlutum svo langt yfir strikið að það er half ólýsanlegt, þar er eg helst að tala um agent orange en einnig tölurnar yfir hversu mikið af saklausum borgurum þeir drápu. Þarna var einnig sett upp til sýnis fangaklefa sem notaðir voru til að pynta folk fyrir upplýsingar ásamt fullt að skriðdrekum og herflugvélum.
IMG_2572.jpg Eftir átaka mikin dag keyptum við okkur nokkra bjóra sem við forum með a rooftop a hostelinu og drukkum i rólegheitum. Eftir sma stund bættust við Thommy, Zophie og Michelle. Þau náðu að lyfta upp stemningunni og að sjálfsögðu enduðum við a þvi að fara i nokkra fleiri drykki... Daginn eftir vorum VIP svo með bókaða ferð að skoða the Tunnels sem að vietnamski herinn notaði i stríðinu. Þetta var ekkert sma fróðlegt og ótrúlegt hversu sniðugir og klókir þeir voru. Eg var ekkert sma hugrökk og labbaði 20 metra af göngunum þrátt fyrir brjálaða innilokunarkennd, tok mig ekki nema svona 5 tima að jafna mig og nokkra bjóra aður en eg hætti að skjálfa en eg meina eg for samt! IMG_2590.jpg Þegar við komum til baka var komið nýtt par a dormið okkar sem bið forum með a sky bar sem var með utsyni yfir mest alla borgina. Þetta var síðasta kvöldið okkar þarna svo við hittum folkið dem bið höfðum kynnst síðustu daga og eyddum kvöldinu með þvi.
Síðasti dagurinn var frekar mikið notaður bara i að drepa tímann...við röltum að kirkjunni Notre Dam sem var voðalega falleg. Um kvöldið var svo fyrsta rútuferðin okkar sem var sko stórkostleg!
Þetta atti semsagt að vera overnight rúta sem lagði af stað um 9 og atti að mæta um 7 morguninn eftir.
IMG_2622.jpg Það hljómaði mjög vel, sleppum við gistingu þa nóttina og höfum strax heilan dag til þess að eyða i Dalat. Neinei bílstjórinn keyrði eins og vitleysingur og hræðilegum vegi upp fjalla vegg og maður horfði niður klettana og var þó nokkuð viss um að við myndum velta andskoti oft. Við mættum til Dalat kl 2 um nott! Sem sagt 5 timum of snemma sem segir ansi margt um hraðann sem bílstjórinn keyrði a...jæja við förum a hostelið sem við bokuðum fyrir nóttina eftir að athuga hvort við gætum fengið að koma snemma og sofa sma. Neinei auðvitað var allt fullt! Svo við Jamie forum ut að finna einhvern stað að gista a a meðan María beið með töskurnar. Sem betur fer fundum við gistingu nokkuð nálægt og fengum loksins sma svefn. Við vöknuðum um 10 leytið daginn eftir og færðum okkur til baka a hitt hostelið. Þaðan leigðum við svo mótorhjól sem við keyrðum um a allan daginn.
IMG_2629.jpg Ekkert sma flott að keyra i fjallshlíðunum með ótrúlegt utsyni yfir dali 😍 við fundum svo ótrúlega flottan foss þar sem við skemmtum okkur vel i myndatökum hahah. IMG_2667.jpg
Eftir það ætluðum við að finna Temple sem atti að vera rett hja en við enduðum a flugvelli lengst i burtu fra öllu öðru haha greinilegt að tripadvisor er ekki alveg með staðsetningarnar a hreinu! 😆 við ákváðum þa að byrja að keyra til baka þar sem farið var að dimma og kólna. Eftir nokkrar tilraunir að finna utur slaufum til þess að koma okkur a highwayinn hafðist það og tilbúin i beina leið heim...neinei Jamie týndist en hann hafði tekið vitlausa beygju! Af einhverjum ástæðum var eg með simann hans svo það var engin leið að hafa samband við hann! Alveg var þetta stórkostlegt hahah eftir ca klukkutíma leit sendi hann mer skilaboð a Facebook en hann hafði þa fundið hótel sem leyfði honum að nota tölvu til að hafa samband við okkur. Það var vel tekið a móti okkur og að sjálfsögðu myndatökur sem fylgdu. Jæja nu vorum við orðin vel sein og verulega farið að dimma svo við brunuðum af stað. Þarna var orðið ótrúlega kalt og við skjálfandi að reyna að koma okkur heim eins hratt og hægt væri. Þegar það var ca kílómeter i hostelið varð eg svo bensínlaus! Hahaha þvílíkt ævintýri! Við vildum varla setja bensín a þvi það væri þa bara til að gefa hostelinu. Jamie tok þa hjólið mitt og ýtti ser áfram þennan kílómeter þangað til við komum a hostelið hahaha! Við röltum svo a næturmarkaðinn i kvöldmat og finna hlý föt! Við enduðum a þvi að kaupa okkur öll þrjú eins peysur 😁 þvílíkt smart! 90_IMG_2673.jpg
A bakaleiðinni keyptum við okkur nokkra bjóra sem við drukkum a húsþakinu a hostelinu ásamt fleira fólki. Þar kynntumst við TJ sem að er einstaklega furðulegur Ameríkani sem for með okkur daginn eftir.
Daginn eftir tokum við næstu rútu til Nha Trang en það er strandbær og vonuðumst við eftir sma meiri hita aður en við héldum norður i kuldann. Pinku litið rúgbrauð sótti okkur sem var "rútan" okkar hahah en það endaði ekkert sma vel þar sem Thommy og Zophie voru i sömu rútu og höfðum við rútuna útaf fyrir okkur! Við keyptum okkur bara nokkra bjóra og skemmtum okkur vel a leiðinni. Við röltum svo a hostelið fra rútu stöðinni en þa var akkurat "happy hour" en þa er frír bjor i klukkutíma! Fullkomin tímasetning hahah. Jæja við forum að sjálfsögðu i það aður en við skelltum okkur i kvöldmat og svo ut að skoða næturlífið. Þar hittum við aftur Brandon, Mia, Bret og fleiri sem við höfðum kynnst i Ho Chi Minh!
Daginn eftir áttum við svo bókaða ferð i island hopping ferð sem var kannski ekki það sniðugasta svona eftir langa nott hahah en þessi ferð var frabær með alveg hreint yndislegu fólki !
IMG_2715.jpg Við skoðuðum fjórar eyjur, snorkluðum um allt og stoppuðum reglulega til þess að hoppa i sjóinn 😃 brjálað gaman!
IMG_2691.jpg Við vorum eina hvíta folkið a bátnum svo við fengum mikla athygli og vorum i stanslausum myndatökum. Það var ein fjölskylda svona VIP a bátnum með bestu sætin og nóg af mat og áfengi. Þau buðu okkur að vera með ser og drukkum með þeim og borðuðum þess a milli sem að við hoppuðum i sjóinn.
Þegar við komum til baka vorum við öll voðalega þreytt svo þetta kvöld for i bíó gláp og rólegheit 😊
Daginn eftir eyddum við a ströndinni. Þegar kom svo að happy hour drifum við okkur i nokkra fría bjóra aður en við kvöddum Thommy, Zophie og TJ og héldum til Hoi An. Þetta var lööööng rútuferð en bjórinn var slakandi (sem betur fer var klósett i rútunni hehe) svo það var sofið vært. Þegar við komum a hostelið höfðu þau óvart yfirbokað dormið svo eg María og Jamie fengum ser herbergi fyrir okkur þrjú. Við borðuðum morgunmat og þegar honum var lokið mætti Mia a svæðið en hún for með aðrari rútu sem tok aðeins lengur. Jamie þurfti að fara upp a spítala en hnéð hans læstist svo við forum þrjár að skoða bæinn. Hoi An er gullfallegur bær litlar þröngar götur með kerta lömpum og blómum hangandi ur hverju húsi! IMG_2722.jpg Það var ekkert sma fallegt að rölta þarna um. Við fundum markaðinn þar sem var verið að selja alls konar mat a milli himins og jarðar. Eftir góðan tima þarna forum við til baka að tékka á Jamie. Hann var komin til baka en ákvað að taka deginum rólega uppi a herbergi. Við leigðum okkur þa vespur af hostelinu og keyrðum að My Son sem að eru rústir af Temple sem staðið hafa þar i fjölda ára. Það er þó litið eftir af þeim þar sem þau eyðilögðust mest öll i stríðinu.
90_IMG_2785.jpg Það var eiginlega ótrúlegt að labba um a þessum friðsæla stað sem notaður var til bæna og sja ekkert nema giga i jörðinni eftir sprengjur.
90_IMG_2763.jpg Þvílíkar andstæður og svo sorglegt a þessum fallega stað. Við eyddum goðum tima að rölta um og skoða svæðið aður en við héldum til baka en þa var farið að myrkva. Við forum svo öll fjögur saman ut að borða og i ódýrasta bjor sem eg hef fengið en hann var ekki nema 30kr stykkið! Við röltum svo um miðbæinn i fallegu kertaljósunum og ræddum um allt mögulegt. Eftir það forum við a hostelið i hattinn eftir langan og viðburðarríkan dag.
Þetta var stutt stopp i Hoi An en þar sem við vorum öll a half gerðri hraðferð forum við daginn eftir til Hue, en eg hafði lengi hlakkað til að fara þangað! Um hadegi forum við ut a aðal götuna þar sem rútan ætlaði að pikka okkur upp. Við biðum i tæpa tvo tima eins og vitleysingar a miðri götu eftir rútunni haha annar hver maður stoppaði að athuga hvort ekki væri allt i lagi. IMG_2809.jpg
Ferðin til Hue gekk vel fyrir sig en hún var yfir dag svo engar erfiðar svefn stellingar þurfti fyrir þessa ferð. Við mættum seinni partinn til Hue og forum a hostelið sem María hafði bókað fyrir okkur. Hún hafði verið svo sniðug og setti inn vitlausar dagsetningar svo við áttum ekki bókað fyrr en daginn eftir og auðvitað allt fullt a hostelinu. En það reddaðist þar sem auðvitað atti bróðir eigandans annað hostel rett hja og var með laust fyrir þrjá. Við vorum sótt og keyrð a hostelið okkur að kostnaðarlausu. A þvi hosteli bökuðum við svo ferð daginn eftir að skoða hof og grafir fyrrum keisara vietnam. Hue er sem sagt gamla höfuðborg vietnam síðan a timum keisara og er þar meðal annars forbidden city sem var einungis fyrir konungs folk sem og margar grafir fyrrum keisara. Mikil saga er þvi til staðar i vietnam og hafði eg þess vegna mikið hlakkað til að skoða þessa frábæru borg. Við kynntumst um kvöldið Breta sem vissi um góðan local stað fyrir kvöldmat og forum við með honum. Þarna er kuldinn orðinn mikill svo við klæddum okkur i öll okkar hlýjustu föt fyrir röltið að staðnum.
90_E33B7BEAA02997799234F6253FF17E99.jpg Svo kom loks að frábærum degi sem eg hafði beðið spennt eftir. María var half slöpp svo hún ákvað að vera eftir en við Jamie drifum okkur af stað i ferðina. Við vorum sótt a hostelið af fullri rútu af túristum, vorum alvöru túristar þennan dag! Fyrsta stopp var elsta grafhýsi i Hue sem var byggt i mjög asískum stíl og tok til sin margt ur kínverskum arkitektúr. Þegar eg segi grafhýsi er ekki verið að tala um eitt litið hús þar sem liggur ein lítil gröf, neinei þetta er svaka svæði sem að er yfirleitt með tveimur hliðum i austur og vestur. I norður a að vera fjall og i suður a að renna a eða vera stöðuvatn og allar þær grafir sem við skoðuðum fylgdu þessum reglum.
90_IMG_2823.jpg Þegar komið er inn er fyrst að finna bænar hús eftir að labbað er i gegnum það tekur við þvílík höll þar sem að keisarinn eyddi sinum síðustu ævidögum. Þar var að finna ser álmu sem var kallað skemmtanasvæði en þar var bæði svið sem og pallur fyrir tónlistarfólk eða kór. Þar var svo einnig auka herbergi fyrir alla fjölslyldumeðlimi, þar a meðal ser svefnherbergi fyrir konuna. Það veit enginn fyrir vist hvar hann er nákvæmlega grafinn en hann let grafa sig i fjallinu sem liggur norðan við höllina. I kringum er síðan risastór garður sem enn er haldið við.
Eftir þetta forum við svo i næsta grafhysi sem var byggt meira i "evrópskum" stíl eins og guideinn oklar sagði...við Jamie saum svo sem ekki mikið af evrópskum áhrifum en spurðum ekki nánar ut i það.
IMG_2834.jpg Þessi bygging var byggð ut fra þremur trúarbrögðum, kristni, hindúisma og búddisma. Það var að finna nokkra krossa víðs vegar um girðingar og tveir turnar risu við innganginn að hefð hindúismans. Mest allt annað var byggt a búddisma en keisarinn sjálfur var búddisti en var hrifin af trúarbrögðum og vildi að þau væru með. Þarna var byggð ser hvelfing þar sem að keisarinn var grafinn inn i fjallið, ólíkt síðasta þar sem að enginn veit fyrir vist hvar hann er nákvæmlega staðsettur. Þetta grafhýsi var aður i miklum litum en öll málningin var farin vegna rakastigsins a þessum stað svo allt var i gráum lit. Útsýnið var hins vegar ekki af verri endanum en horft var yfir risa stöðuvatn fyrir framan með fallegum skógi allt i kring.
Næst forum við svo i yngsta grafhýsi a svæðinu en þar liggur næst síðasti keisari Vietnam, sa síðasti lest i Frakklandi. Þar var ekkert gefið eftir þegar kom að skreytingum! Hann tok mun meira til evrópskra strauma en blandaði þvi vel við asíska. Allir veggir voru skreyttir með gleri og mynduðu alls kyns myndir. Þar var að finna lika stórt safn hans af gjöfum sem að hann fekk fra Frakklandi, postulínsvasar, gull og silfur. Gröfin hans sjálf var i miðju hýsinu þakið gler listinni og með risa skúlptúr af honum sjálfum ofan á. 90_E3886CD4AA359C594FE5140C7211208C.jpg
Næst a eftir forum við i gamla höll sem að einn keisarana let byggja fyrir sig. Hann settist að þar seinni hluta ævi sinnar en hann atti i miklum óvinsældum bæði meðal þjóðarinnar sem og fjölskyldunnar. Þar var litið sem ekkert af skreytingum og sagði guideinn að það var væri stórt tákn um hversu illa honum leið. Garðurinn var þó virkilega fallegur og man byggð á lág i kringum svæðið sem hann notaði til þess að sigla a a hverjum degi. IMG_2854.jpg
A leiðinni til baka i borgina stoppuðum við i litlu þorpi þar sem seldar voru alls kyns handverk og borðuðum hadegismat þar a meðan við fengum sýnikennslu hvernig þeir búa til hattana sína og reykelsi. Við forum svo a kung fu sýningu þar sem strákar a öllum aldri léku listir sinar. Þvílíkt flott sýning sem endaði með einum manni að brjóta múrsteina með hendinni og öðrum sem að beygði spjót sem var við hálsinn a honum! 😳
Svo kom að stóra endinum! The forbidden city er borg inni i borginni Hue en þar máttu einungis konungs folk fara inn. Þvi miður er litið eftir af borginni i dag en mest öll var hún eyðilögð i stríðinu. Stærsti salurinn hefur þó haldið ser og er ótrúlegt að ímynda ser hvers konar böll og skemmtanir hafi farið fram þar :) þvi miður var bannað að taka myndir inni a þessu svæði svo engar myndir til að sýna ykkur.
Að lokum forum við svo a solseturs siglingu a ánni sem liggur i gegnum miðja borgina. Þetta var einstaklega rólegt eftir langan dag og við Jamie sofnuðum næstum þvi bæði haha.
Um kvöldið þegar við komum til baka var Mia komin til okkar a hostelið en hún leigði mótorhjól og keyrði fra Hoi An til Hue sem a vist að vera virkilega falleg leið. Við tokum skyndiákvörðun það kvöld að drífa okkur strax daginn eftir til Hanoi. Það var virkilega kalt i Hue og það var spað góðu veðri tvo daga i Hanoi sem við vildum alls ekki missa af. Þarna sögðum við bless við mariu en hún for til Laos þennan morgun a meðan við forum til Hanoi. Rútuferðin var mjög löng! Við lögðum af stað daginn eftir um hadegi en komum ekki til Hanoi fyrr en um morguninn daginn eftir 😴 við komum okkur a hostelið og gátum lagt okkur i sofum sem voru þar þar sem að við gátum ekki checkað okkur inn svona snemma. Það var voða ljúft að fara síðan ut að rölta i sol og vera hlýtt aftur eftir marga daga með stanslausa gæsahúð haha. Við röltum um borgina og spjölluðum mest allan daginn. Um kvöldið var síðan sama happy hour system og i Nah Trang þar sem við fengum frían bjor i klukkutíma. Eftir það forum við svo a næsta götuhorn en þar var seldur bjor, uti a götu og setið a litlum plast stólum og bjórinn kom i glösum. En bjórinn var a heilar 35kr stykkið! Þetta var alveg æðislegt kvöld, kynntist fullt af frábæru fólki en skemmtilegast var þó að eg fekk að gjöf helíum blöðru sem eg dansaði með fasta við bolinn minn alla nóttina hahah! IMG_2906.jpg
Morguninn eftir vöknuðum við snemma og lögðum af stað til Halong Bay!
90_IMG_2911.jpg Sem betur fer var rútan nokkrir klukkutímar svo við fengum sma meiri svefn þar. Svo mættum við a batinn okkar þar sem beið okkar frabær hádegismatur, ferskur fiskur og hrísgrjón. Eftir matinn vorum við svo byrjuð að sigla vel inn i Halong Bay. Ótrúlega falleg kletta myndun þarna sem er algjörlega ólýsanleg! Við stoppuðum svo i floating village. Þar byr folk i húsum sem eru byggð ofan a vatninu með súlur niður til botns. Ótrúlegt að sja hvernig þetta folk byr en það treystir einfaldlega a fiskinn ur vatninu og hvort annað til að lifa af. Þar forum við i kayak og fengum rúma tvo tima til þess að sigla um.
IMG_3309.jpg Alveg hreint ótrúlega fallegt að sigla i gegnum klettahella og allt einu er maður horfinn inn i litinn hring sem er lokaður af með þessum klettum! Eftir frábæra kayakferð forum við aftur i batinn okkar og héldum að risa stórum helli, tok okkur tæpan klukkutíma að labba i gegnum hann! Þar var að finna þvílíka dropa steina og ótrúlegar myndanir i berginu. Hellirinn var lýstur upp með alls konar mismunandi lituðum ljósum sem gerði þetta einstaklega spennandi haha. Eftir hella ferðina var haldið til Hanoi aftur eftir langan en góðan dag. Við Mia og Christiano sem við kynntumst i ferðinni forum saman að borða. Við borðuðum a einu götuhorninu þar sem við fengum pönnu a borðið og mismunandi kjöt og grænmeti sem við steiktum síðan sjálf og borðuðum. Spennandi og góður matur 😃 við hittum síðan Jamie uppi a hosteli en hann var að bóka flugmiða fyrir morguninn eftir svo hann borðaði ekki með okkur. Við enduðum svo kvöldið a nokkrum drykkjum i goðum félagsskap.
Þegar við Mia vöknuðum svo daginn eftir var Jamie þegar farinn til Tælands svo við tvær vorum þær einu eftir i vietnam genginu. Við forum og leigðum mótorhjól fyrir næstu tvo daga og keyrðum til Ninh Binh. Það tok okkur tæpa tvo tima að finna leiðina utur borginni hahah. Endalausar slaufur og brjáluð umferð var orsökin fyrir þvi. Jæja eftir síðan aðra tvo tima a veginum mættum við til Ninh Binh. VIð fundum gistingu eiginlega i miðjum hrisökrunum inn a milli fjalla gerist varla fallegra umhverfi! Til þess að toppa þetta alveg fengum við risastórt rúm og hlýjar sængur!! Klósettið og sturtan var svo uti sem gerði þetta voða krúttlegt, með frabært utsyni a meðan þu situr a klósettinu hahah! Við vorum vel þreyttar eftir langan keyrslu dag og drifum okkur snemma i rumið.
Daginn eftir er liklega uppáhalds dagurinn minn i vietnam! Við forum snemma af stað a vespunum og byrjuðum að fara að skoða hof i fjöllunum. Hofið var svo sem ekkert sérstakt en þaðan var hægt að klifra hærra upp i fjöllin og vá útsýnið er algjörlega ólýsanlegt! (Vona að myndin fylgi örugglega þvi ekkert annað getur komið nálægt að lýsa þessu) við eyddum goðum tima þar að skoða okkur um og njóta útsýnisins.
IMG_2505.jpg Næst forum við svo a siglingu i a sem gengur i gegnum þetta litla þorp. Þar vorum við með fjöll og hrisakra sem útsýnið. Við sigldum i gegnum nokkra hella og að litlum kofum þar sem folk byr lengst fra allri mögulegri menningu.
90_IMG_3006.jpg
Að lokum forum við að öðru Hofi en við þurftum að labba upp ansi marga stiga til þess að komast að þvi.
90_IMG_3030.jpg
Þar fylgdumst við svo með solsetrinu i yndislegu umhverfi i algjörri kyrrð og ró.
IMG_3064.jpg
IMG_3053.jpg Með magnað utsyni enn og aftur! (Aftur myndir eru það eina sem eg get notað til að reyna að lýsa þvi sem við upplifðum þarna)
Við héldum svo til baka daginn eftir, eftir góðan svefn a þessum frábæra stað.
IMG_2602.jpg
Þegar við komum til hanoi varð eg bensínlaus i umferðinni a leiðinni að skila hjólunum, þetta var allt buið að ganga of vel til þess að vera satt haha. Jæja eg ákveð bara að ýta hjólinu til baka enda ekki nema tæpur kílómeter eftir. Nei nei að sjálfsögðu villist eg a leiðinni og enda a að fa einn starfsmanninn i það verkefni að finna mig með bensín og koma mer til baka! Haha bara hluti af ævintýrinu :) jæja nu var komið að síðasta kvöldinu i vietnam svo ekkert annað i stöðunni en að fa ser nokkra drykki og kveðja hvor aðra með stæl. Við áttum mjög gott kvöld sem gerði það að verkum að hvorug okkar var tilbúin i flug morguninn eftir, en áttum baðar!

Posted by saeunn 08:37

Email this entryFacebookStumbleUpon

Table of contents

Be the first to comment on this entry.

Comments on this blog entry are now closed to non-Travellerspoint members. You can still leave a comment if you are a member of Travellerspoint.

Enter your Travellerspoint login details below

( What's this? )

If you aren't a member of Travellerspoint yet, you can join for free.

Join Travellerspoint