A Travellerspoint blog

Kambódía

Eftir að fríinu fra flakki lauk lenti eg eftir þrjú löng flug i Bangkok. Þar kom loks að þvi sem eg hef alltaf kviðið fyrir að komi fyrir mig, bakpokinn kom ekki með mer! Eg finn starfsmann sem að kannar málið og eftir um klukkutíma er bakpokinn fundinn og mer lofað að fa hann strax i fyrramálið en fæ greitt fyrir óþægindin, aldrei slæmt að fa sma auka pening 😁
Jæja eg fer a hostelið og bóka strax eina auka nott þar sem eg þarf að bíða eftir bskpokanum. Eg var mjög þreytt eftir öll þessi flug svo eg for beint i rumið.
Daginn eftir vakna eg og enn enginn bakpoki a svæðinu 😕 jæja eg fer ut að skoða þessa stórfurðulegu borg sem eg hafði ekki séð i tæp 4 ar! Ótrúlega endaði eg einhvern veginn a svipuðu svæði og eg gisti a fyrir þessum fjórum árum 😂 eg fann meira að segja sama veitingastað og mall. Auðvitað varð eg að kíkja inn en ekki hafði mikið breyst a þessum árum! Það var frekar furðuleg tilfinning að vera aftur a sama stað, bjóst ekki við þvi að sja þetta aftur a ævinni 😊 eftir skoðunarferðina for eg aftur a hostelið og þa var elsku pokinn kominn! Mikið sem létti yfir mer að fa hann aftur i hendurnar. Öll fötin og dótið mitt og ekki ma nu gleyma að eg er einungis með þennan frábæra poka i láni fra Ölmu frænku 😊 eftir goða sturtu og hrein föt bókaði eg rútu til phnom penh, Kambódíu fyrir morguninn eftir.
Rútan for kl 5 um morguninn svo það var snemma lagt i hann. Ferðin tók um 12 klst og gekk nokkuð vel fyrir sig. Mikið var um folk að reyna að svindla a manni a landamærunum en eg hef gert þetta svo oft að eg vissi nákvæmlega hvernig þetta ætti að ganga fyrir sig og let ekki blekkjast. Þegar eg kom a hostelið mitt i phnom penh fekk eg mer kvöldmat og kynntist tveim strákum, Edson og John, en þeir eru að kenna Ensku i Kína og voru i fríi þar sem chinese new year stoð yfir. Við forum ut i nokkra bjóra en heldur rólegt kvöld. Daginn eftir for eg svo ásamt þremur öðrum a hostelinu að skoða killing fields og S21 prison. Þetta var virkilega yfirþyrmandi dagur en ótrúlegt að sja hugarfar alger gangnvart öllu þvi sem hefur gerst og vilja þeirra að dreifa boðskapnum. Fyrir þa sem ekki vita söguna a bakvið þessa staði (eg vissi það ekki heldur fyrr en eg kom til Kambódíu svo eg skil ykkur vel 😉) þa er um að ræða arin 1975-1979 þegar sa sem var við stjórn ákvað að "byrja upp a nýtt" hann let handtaka alla sem voru vel menntaðir, eða sem litu ut fyrir að vera vel menntaðir (klæðaburður og gleraugu aðallega)og fjölskyldur þeirra ásamt öllum sem sýndu stjórninni mótspyrnu. Þau voru öll færð i fangelsi um allt landið en S21 var það stærsta.
90_IMG_2516.jpg
Þar voru þau pínd þar til þau játuðu glæpi sem þau frömdu ekki. Aðallega snerust glæpirnir um að vera njósnarar fyrir FBI eða önnur lönd og voru þvi að svíkja land sitt. Allir þegnar landsins sem ekki voru handteknir voru sendir ut um allt land og látin vinna a bondabæjum en þar var iðulega vinnutími um 20 klst a dag og nánast enginn matur sem þeim var gefinn. Komur voru teknar fra börnum sinum og jafnvel komur með ungabörn fengu ekki leyfi til þess að gefa börnum sinum brjóst sem leiddi til þess að mörg hundruð börn létust. Meiningin var sem sagt sú að allir hjálpuðu til að framleiða mat, engir peningar væru i landinu og öllu skipt jafnt (sa partur gerðist svo sem aldrei). Einnig atti menning sem fyrir var að verða eyðilögð og voru meðal annars mörg hof, leikhús og bíó sprengd i loft upp, af ríkisstjórninni sjálfri! Þegar for að liða undir lok 1978 fóru öll fangelsi landsins að fyllast og þa sérstaklega S21 og þa fóru að myndastessi svokölluðu killing fields. Þar voru fangar færðir undir þeim forsendum að þau væru að fara i nýtt og betra fangelsi. Þau voru svo færð i hlöðu um miðja nott og með enginn ljós i kringum, þvi enginn atti að fatta hvað væri að gerast. Síðan var einn i einu tekinn ut færður að fjöldagröf og tekinn af lifi.
90_IMG_2477.jpg Þ
arna var folk myrt með alls konar hnífum, hömrum og öðrum tækjum og tólum en byssur voru ekki notaðar. Byssukúlur ar þóttu of dýrar ásamt þvi að vera of háværar en enginn mátti vita hvað var að gerast a þessum stöðum. Á meðan allt þetta for fram var spiluð tónlist sem yfirgnæfði öskrin i fólki er það áttaði sig a hvað væri að gerast. Um landið allt hafa fundist um 3 milljónir líka af mönnum, konum og börnum sem tekin voru af lifi i þessum kringumstæðum. Að fara i gegnum þessa staði var virkilega átakanlegt en meðan labbað er i gegnum allt er maður með heyrnartól og hlustar a söguna ásamt þvi að heyra sögur fra fórnarlömbum sem a einhvern hatt komist af. Átakanlegasti staðurinn er án alls vafa tré sem stendur i miðjum killing fields við fyrstu sýn lýtur þetta bara ut fyrir að vera gamalt stórt tre en sagan sem fylgir er með þvi ógeðslegasta sem eg hef heyrt. Eins og eg sagði þa voru alltaf fjölskyldur allra sem "stafaði ógn af" teknar með i fangelsin, bæði konur og börn.
90_IMG_2489.jpg
Við þetta tiltekna tré voru börn tekin af lifi. Þa voru þau tekin a fótunum og slegið hausnum i tréð þar til þau létust og síðan kastað i gröfina við hliðin á. Mæður þessara barna voru látin horfa a þetta gerast, þær síðan afklæddar, nauðgað og síðan drepnar. Að nokkur maður hefur virkilega getað gert þetta býður svo við mer, þetta er einn mesti hryllingur sem eg hef heyrt af og allt þetta var folk fra sama landi! Þetta gekk yfir i fjögur ar en a meðan a þessum tima stoð var Kambódía algjörlega aflokuð. Það var hvergi hægt að koma né fara ur landi ásamt þvi að öll samskipti við eða fra landinu voru með öllu lokuð. Það sorglegasta er að réttarhöldin yfir stjórnvöldum þessa tima hafa tekið mörg ar. Sa sem stjórnaði öllu lest friðsæll i sinu eigin heimill árið 2009 en þa var ekki enn buið að gera annað en setja hann i stofufangelsi. Eftir átakanlegan dag forum við ut að borða og svo snemma i hattinn. Daginn eftir var svo komið að þvi að færa sig um set og tók eg rútu til Shianaoukville sem er i suður Kambódíu. Eg var ekki lengi að hitta nýtt folk og aður en eg vissi af var eg farin með stórum hop niður a strönd að skoða barlifið. Dagurinn eftir var rólegur og slakað a a hostelinu með Mariu og Matthias sem eg hafði kynnst kvöldinu aður ásamt fleirum. Eg for með mariu niður a strönd i hadegismat og endaði a þvi að tvær konur gerðu threading a baðar lappirnar mínar!
IMG_2523.jpg
Þetta var ekki það þægileg ásta skal eg segja ykkur! Eftir slökun i sólinni forum við til baka og skelltum okkur með fleira fólki a pub crawl! Ótrúlega gaman og endalaust af nýju fólki að kynnast!
Jæja nu sagði eg stopp eftir þessa drykkju og ákvað að fara i sma detox! Skellti mer til Koh Rong Sanloem sem að er lítil eyja rett hja Shianaoukville. Þegar eg kom þangað labbaði eg ut alla ströndina til þess að finna gistingu i hitanum með bakpokann a bakinu! Ekki það léttasta 😅 eg fann loksins dorm en þar voru bara fjögur rúm svo þetta var þægilegt og kosy. Eg hitti svo tvo herbergisfélaga mína en það voru eldri hjón sem voru komin a eftirlaun og ákváðu að flakka um heiminn sem bakpokaferðalangar! Ótrúlegs flott og skemmtileg hjón sem höfðu nóg af sögum að segja 😊 eg labbaði svo yfir a næstu strönd i kvöldmat og fylgist með þessu gullfallega solsetri a leiðinni 😍
IMG_2536.jpg

Dagurinn eftir for svo i algjöra slökun! Eg kom mer fyrir a ströndinni og leið eins og a einkaströnd en eg sa engan annan liggja a ströndina i hvorugri att. Svo bara skellt sér i kristaltæran sjóinn inn a milli til að kæla sig, annars bara goð bók i hönd og notið sólarinnar.
IMG_2547.jpg
Þegar eg kom til baka var nyr herbergisfélaga mættur, Gary fra Írlandi, en við spjölluðum heilmikið saman og þa aðallega um spillta pólitík Írlands og hvað hann óskaði þess að hafa stjórnvöld eins og a Íslandi...
Jæja eftir tvo rólega daga var timi til að halda áfram, enda hafði eg mun styttri tima að gera það sem eg hafði ætlað eftir að hafa tekið mer frí 😁 eg skellti mer til baka til Shianaoukville. A leiðinni a hostelið hitti eg Edson og John! Eg ætlaði að hitta mariu og sendi henni skilaboð að koma að hitta okkur þrjú. Þeir höfðu leigt vespur og buðust til þess að keyra mig i vietnamska sendiráðið þar sem eg þurfti að sækja um vísa. Eftir það keyrðum við sð næstu strönd og fylgdumst með kvöldsólinni setjast hægt og rólega þar. Eftir það héldum við til baka a hostelið og þau þrjú fóru i það verkefni að kenna mer að spila pool! Haha það gekk lika svona vel að eg endaði a að vinna lokaleikinn 😎😎 strákarnir héldu svo a djammið en við María tokum þvi rólega og plönuðum að fara samferða til Ho Chi Minh City daginn eftir með nætur rútu! Það varð nu skrautlegra en við bjuggumst við...

Posted by saeunn 04:50 Archived in Cambodia

Email this entryFacebookStumbleUpon

Table of contents

Be the first to comment on this entry.

Comments on this blog entry are now closed to non-Travellerspoint members. You can still leave a comment if you are a member of Travellerspoint.

Enter your Travellerspoint login details below

( What's this? )

If you aren't a member of Travellerspoint yet, you can join for free.

Join Travellerspoint