A Travellerspoint blog

Jól, áramót og lok Indlands

Jæja eg er alls ekki buin að standa mig vel her a blogginu en ætla að reyna að bæta það upp asap!
Síðasta blogg endaði i Kerala rett fyrir jól svo eg ætla að reyna að taka upp þráðinn þaðan..Kerala einkenndist af mikill slökun og fóru flestir dagar i það að vakna, borða góðan morgunmat sem Tuuli finnska stelpan sem var með mer a þessum tima sa um að útbúa fyrir okkur :) eftir það var svo vanalega farið a ströndina eða a kosy veitingastað þar sem hægt var að liggja og slaka a. Solina vantaði ekki og solsetrin voru með þeim fallegustu
8D4B5C29CEB0BDF21F35133C64E63A8B.jpg
A Þorláksmessu drógum við svo "secret Santa" svo allir fengu einn pakka. Við forum svo hver sína leið að finna jólagjöf fyrir þann sem við drogum. Auðvitað tókst mer að versla meira a mig sjálfa en fyrir Rob sem eg dróg haha en það var 800kr limit a þvi hvað gjöfin mátti kosta. A Þorláksmessu kvöld keyptum við fiska af sjómönnunum sem að geymdu bátana sína rett hja húsunum okkar.
8D4BB641E5E4283D478D09A476D2CAD3.jpg
Við kveiktum svo varðeld og grilluðum fiskana i honum, eftir sð eg, toby og tom höfðum gert fiskana klara og Tuuli útbjó salat. Ótrúlega góður kvöldmatur og liklega ferskasta fiskur sem finnst! Við drukkum svo örlítið af local rommi og áttum gott kvöld yfir varðeldinum. Þessa nóttina lenti eg i sma "árás" en óþarfi að fara að ræða það eitthvað nánar en að eg var i góðu standi fyrir utan sma sjokk og nokkra marbletti. Dagurinn eftir var þvi ekki alveg sa besti en eg eyddi honum i herberginu hja mark og toby þar sem eg hafði ekki mikið sofið. Sem betur fer var eg umkringd góðu fólki sem hugsaði vel um mig :) þar sem meiri hluti hópsins fagnar jólunum þann 25 en ekki 24 þa var ekki komið að þvi að skiptast a pökkum (heill auka dagur i bið eftir pakka!) við forum ut a fínan veitingastað þetta kvöld og i sma party eftir það.
8D4C93DAF28BC59A6637CDC9EB575256.jpg 8D477D7EA1DCF4402EBB63FB597E8C91.jpg
Það var gott sð dreifa huganum og eg skemmti mer vel þetta kvöld við vorum einu útlendingarnir og dömsuðum með Indverjum fram a nott. Þa komu loksins jólin!
8D4C19E5CB17C884DA0D2F72192898AB.jpg
Gleðin byrjaði strax um morguninn með extra goðum morgunmat. Við spiluðum svo jólatónlist og æfðum jólalag sem að við breyttum textanum við. Viðlagið hljómar svona: There will be curry for Christmas on this side of the globe, biryani for breakfast where no turkey is sold, we will drink chai chai chai under blue Kerala sky"
Rob sa um gítara spil og við skemmtum okkur vel að semja textann og æfa okkur i söngnum haha. Við forum svo i jolasjosund til að kæla okkur niður. Að lokum fóru svo allir heim i sturtu og gerðu sig fínan. Við keyptum dýrari og betri fisk og hófumst svo handa við að elda góðan jolakvöldmat. Strákarnir sáu um varðeld og VIP stelpurnar gerðum kartöflur, salat og fiskinn kláran. Við borðuðum svo ótrúlegs góðan mat með jólatónlist við kertaljós og romm i glösunum. 8D4D00389BFE009A84B7723F8A94BE05.jpg
Algjörlega ný tegund af jólum en voru alveg hreint æðisleg. Við skiptumst svo a gjöfum og eg fekk hágæða geisladisk með indverskri tónlist haha (eg a ennþa eftir að heyra hvernig hann hljómar þar sem ekki er mikið framboð af geisladpilurum) við sungum svo fleiri lög og töluðum um mismunandi jól sem að við höfum att og hverjar venjurnar eru hja okkur.
Daginn eftir forum við að finna utur lestar málum þar sem timi var komin til að fara a næsta stað. Þvi miður voru allar lestar fullar svo við ákváðum að fara með general class! Það þýðir að það eru seldir eins margir miðar og hægt er og folk þarf bara að berjast fyrir sætum! Þetta var síðasti dagurinn okkar sem hópur saman svo við eyddum honum "heima" i rólegheitum og pakka. Eg, toby, mark og tom forum saman daginn eftir með lest til Goa en Tuuli Iiro og Rob fóru suður til þess að fljúga. Lestarferðin var 20 tímar i heildina. Við byrjuðum a þvi að fara i lest þar sem EKKERT pláss var og eg sat hálf ut ur lestinni fyrstu 6 tímana að lesa bókina mína.
8D4D70F8E8928601D9803569890DB0D7.jpg
Það var ekki alslæmt þar sem eg fekk góðan vind og inni i lestinni var mjööög heitt!
Mark spjallaði við nokkra Indverja sem sögðu okkur að fara ut a næsta stoppi og bíða eftir næstu lest. Sú væri með færra fólki og myndi vera sneggri þar sem hún stoppar ekki jafn oft. Við fylgdum þessum ráðum og fengum sæti i næstu lest! Sem betur fer þar sem farið var að liða að kvöldi og við tilbúin i að reyna að fa sma svefn. Það var samt virkilega erfitt að reyna að sofa og þetta var frekar svefn laus nott. Við komum a lestarstöðina um 5 leytið næsta morgun og tokum tveggja tima taxa þaðan a ströndina sem sð við vildum vera a. Við rotuðumst öll þa leið sem var gott. Þegar við mættum komum við okkur fyrir a ströndinni a einum veitingastað og fengum okkur morgunmat. Eg, mark og tom forum síðan að finna gistingu a meðan Toby beið með farangurinn okkar. Það var næstum allt fullt og það sem var eftir var rándýrt! Sem betur fer fundum við einn stað þar sem við gátum gist a þakinu hja einni konu! Haha það var voða kosy þar fengum fína dýnu og gott teppi og moskitonet yfir okkur, gátum ekki beðið um betra 😁
8D48CE8A9C57196ABCF50B1B6FE7CD80.jpg
við drifum okkur svo a ströndina að hressa okkur við og njóta. Við vorum öll þreytt eftir daginn og forum snemma i hattinn. Daginn eftir hittum við Keith sem að Toby hafði ferðast með aður en hann kom til indlands og eyddum deginum að skoða arambol (strand bærinn okkar) um kvöldið forum við svo ut i nokkra drykki og kynntumst nokkrum Dönum og Þjóðverjum. Við keyptum lanterns sem að við skrifuðum nöfnin okkar a kveiktum svo i kerti sem fer inn i hann og slepptum svo hann flaug upp i himininn ótrúlega flott að sja himininn þar sem að hann var fullur af alls konar lanterns. Dagurinn eftir var frekar erfiður i þynnku svo við eyddum mestum deginum a þakinu okkar i rólegheit haha. Seinni partinn ætluðum við að labba inn i skóg sem sð rær nálægt þar sem að guru byr og tekur a móti fólki i te og spjall. Þegar við vorum ný lögð af stað fréttum við að hann væri ekki þar svo við forum bara i kvöldmat. Við fundum svo stað sem var með pub quiz sem við tokum þátt i en töpuðum illa haha. Þa kom að gamlársdegi! Við forum niður a strönd yfir daginn og borðuðum góðan mat og drukkum nokkra bjóra. Svo gerðum við okkur tilbúin fyrir kvöldið. Við hittum svo Keith og tokum taxa með honum til Anjuna sem að er önnur strönd ca 40 min fra sem er aðal party ströndin. Þar borðuðum við kvöldmat og fylgdumst með solsetrinu aður en við forum a party svæðið. Þetta var risa svæði með stórum klúbbum og brjálaðri tónlist! Við drifum okkur beint a dansgólfið þar sem við fengum öll neon málningu a okkur sem lýsti i ljósunum.
180_8D47E870A41EC0A8799FBBF2423F237F.jpg
Gleðin varði þó stutt hja mer...kl 11, klukkutíma fyrir nýja árið leið mer skringilega og for a klósettið þar sem eg ældi ur mer öllu sem mögulega var til i mer! Jeb fullkomin timi fyrir mína fyrstu matareitrun! Eg eyddi næstu 50 min i þessa gleði aður en eg píndi sjálfs mig að fara ut að sja flugeldana a miðnætti. Eg fann strákana og sagði þeim hvað væri i gangi, fann litin bekk a ströndinni þar sem eg sat, ældi og reyndi að njóta flugeldana haha. Eftir að mestu flugeldarnir voru bunir gafst eg upp að reyna að vera lengur þar sem eg var komin með mikin svima og leið hræðilega. Tom var tilbúin að fara með mer heim svo við drifum okkur i taxa og i rumið. Get ekki sagt að þetta voru min bestu áramót! En jæja svona er lifið týpískt stundum :) næstu tvo dagana hélt eg engu niðri og var svo orkulaus að ekkert spennandi gerðist...eg var aðallega i ruminu allan þennan tima. 3.januar kom svo að kveðjustund, Toby og mark fóru aftur til hampi i meira klifur og tom for til Tælands. Það var virkilega skrítið að kveðja þa eftir næstum 5 vikur saman! En það er partur af þvi að ferðast, það kemur alltaf að kveðjustund. Daginn eftir sð þeir fóru byrjaði eg a fimm daga joga námskeiði. Þetta var virkilega strangt námskeið sem var i 4-5 tima a dag og stranglega bannað að borða fyrir námskeiðið. Þetta var samt ótrúlega gott og lærði ekkert sma mikið. Þetta var i iyengar style joga sem er aðallega öðruvísi vegna þess að það er mikið af props notað. Það hentaði vel og hjálpaði mikið með minn bilaða líkama haha fekk sér ráð fyrir bakið, hálsinn og ökklann minn. Eg kynntist helling af frábæru fólki sem að eg eyddi restina af deginum með alla þessa daga. Þar a meðal var bresk stelpa sem heitir Dani sem eg endaði að fara samferða með til Mumbai eftir að námskeiðinu lauk.
Við mættum seint um kvöld til mumbai og að sjálfsögðu villtumst um götur Mumbai i um klukkutíma aður en við fundum hostelið okkar...Daginn eftir hittum við svo "agent" sem að sér um að raða hvítt folk til að koma sem aukaleikarar i bollywood myndir. Hann sagðist ekki bera viss hvort hann myndi hafa eitthvað fyrir okkur þar sem við höfðum bara einn dag en myndi hringja seinna. Við forum og fengum okkur hadegismat og ætluðum svo bara að rölta um og skoða Mumbai. Eftir um 5 min labb kom indverji a okkar aldri að tala við okkur. Hann lúkkaði vel og talaði goða ensku svo við spurðum hann hvar krydd markaðurinn væri. Hann endaði a þvi að labba með okkur þangað og sýna okkur nokkra staði a leiðinni. Eftir krydd markaðinn syndi hann okkur fleiri flotta staði og garða og hann vissi söguna a bak við alla staðina. For meira að segja i göngu i gegnum slum með okkur þar sem hann þekkti nokkra. Eftir það spurði hann hvort við vildum hitta vin hans sem við játuðum og tokum taxa til hans. Við bjuggumst ekki við að stoppa fyrir utan eitt flottasta hótel Mumbai en Raj (vinur okkar sem hafði synt okkur allt) sagði okkur að hann byr þar.
8D49540999145F3C23DAFDE80EF18402.jpg
Við forum inn og kynntum okkur fyrir þessum vini hans. Hann er mjög ríkur maður sem byr a þessu hóteli og með tvo einkaþjóna sem búa með honum! Hann hafði endalaust af ótrúlegum sögum hvað hann hefur gert i lífinu og um sögu indlands. Það var alveg hreint magnað að tala við hann og heyra hvað hann hefur gert. Hann er fæddur og uppalinn i einu af slumi Mumbai en er nu einn af ríkustu mönnum indlands! Þegar for að kvölda sagði hann okkur að hann þyrfti að fara a einn fund en spurði hvort að við vildum koma með honum og vinum hans að borða kvöldmat eftir það. Við vorum að sjálfsögðu til i það svo hann skutlaði okkur a hostelið sagði okkur að vera tilbúnar eftir 30 min. Við reyndum sð finna til einhver fín föt (ekki beint mikið til af þeim i bakpoka lífinu)hann kom svo og sótti okkur og forum að borða. Við vorum eiginlega i sjokki þegar hann stoppaði fyrir utan The Taj Mahal hótel sem að er stærsta og frægasta hótel indlands! Við forum upp a efstu hæð þar sem var utsyni yfir alla borgina og hittum vini hans. Það kom svo rettur eftir rett endalaust og hver annar betri. Alveg ótrúlegt hvernig þessi dagur breyttist fra þvi að vera dagur að "eyða" i að kynnast öllu þessu fólki og borða a stað þar sem mer hefði aldrei dottið i hug að borða a minni ævi! Eftir gott kvöld var okkur skutlað aftur heim af einkabílstjóra hans þar sem hann þurfti að funda og við að vakna snemma i leikkonu hlutverk!
Við vorum sóttar kl 7 um morguninn daginn eftir til þess að starfa sem aukaleikkonur. Við komumst að þvi þegar við mættum að þetta var ekki bara bollywood heldur hollywood mynd með leikstjóranum sem leikstýrði step up! Það var ótrúlega gaman að prófa þetta en guð minn góður hvað þetta tók allt langan tima og þvílíkar endurtekningar, leikkonu lifið mitt endaði þarna það er alveg klart hahah. Eftir þetta lögðum við okkur aðeins aður en við forum i loka verslunarferðina okkar. Við keyptum krydd og alls konar föt og dót þar sem við vorum baðar að fara fra Indlandi daginn eftir. Flugið mitt var þessa nott svo eg pakkaði bakpokanum og spjallaði við folk a hostelinu þangað til það var komið að þvi að fara upp a flugvöll.

Þarna tók eg síðan þriggja vikna frí fra bakpokaflakklífinu en næsta blogg byrjar þegar þvi fríi lauk ☺️

180_8D4E4F740E57D165085528BD9A4C298D.jpg

Posted by saeunn 02:38 Archived in India

Email this entryFacebookStumbleUpon

Table of contents

Be the first to comment on this entry.

Comments on this blog entry are now closed to non-Travellerspoint members. You can still leave a comment if you are a member of Travellerspoint.

Enter your Travellerspoint login details below

( What's this? )

If you aren't a member of Travellerspoint yet, you can join for free.

Join Travellerspoint