A Travellerspoint blog

Lok Afríku

Botswana - Namibía - Suður-Afríka

Jæja eftir þessa góðu nott við Baoba trén lögðum við af stað til Maun. Ferðin var ekki of löng svo við vorum komin skikkanlegum tíma a tjaldsvæðið. Eftir að tjöldin voru komin upp for ég i léttan sundsprett i lauginni a svæðinu. Vatnið kemur beint úr ánni sem rennur við Maun svo laugin var meira græn a litinn en annað...voða smekklegt. Seinni partinn fóru nokkrir i flug yfir Okavango Delta en það var svefn staðurinn okkar daginn eftir. Restin af hópnum fóru saman a barinn og tokum því rólega þar.
Daginn eftir var svo komið að Delta! Við vorum sótt snemma um morguninn og fórum a briefing þar sem farið var yfir hættur og annað slíkt þar sem mikið er af fílum og floðhestum a þessu svæði og oftar en ekki erum við að tjalda a stöðu, sem dýrin kjósa að borða a...jaja spennandi að vakna við floðhest borða við tjaldið sitt? Eftir briefing keyrðum við að vatninu en við fórum svo tvö og tvö saman i kanó með dótið okkar og svo polar fyrir aftan okkur sem sigldi með okkur að svefn staðnum okkar. Leiðin tók ca tvo tíma en var með því fallegra sem ég hef séð og klárlega minn uppáhalds staður i Botswana!
37A80349ADC7C977FAA18A63BAC5085C.jpeg37A30779D047324F92029315F1B68D34.jpeg379E699BDB0AAF62356B51524230886B.jpeg
Við hittum nokkra fíla a leiðinni sem voru slakir að borða og fá sér vatnssopa. Þegar við komum svo settum við upp tjöldin og skelltum okkur svo i vatnið, svona 70% öruggt að hitta ekki a dyr þar sem vatnið var frekar grunnt. Góðar líkur? Ég alla vega skellti mer út í en það var ekki einu sinni helmingurinn af hópnum sem for :)
37B896EF05AC4C32A91FD5FAA24D9860.jpeg
Eftir sundsprettinn fengum við svo traditional hádegismat sem voru einhvers konar bollur sem maður setti svo sultu og ost inní. Þegar við vorum að ganga frá eftir matinn byrjaði að rigna svakalega! Polarnir voru ekki lengi að henda upp litlu skjóli fyrir okkur en þar sem það var mikill vindur urðum við öll rennandi. Rigningin er mjög mikilvæg i Botswana og meira að segja heitir gjaldmiðillinn þeirra pula sem þýðir rigning svo rigningunni var vel fagnað. Sem betur fer stytti þó upp um 4 leytið svo við gátum farið i game walk. Þa fórum við og skoðuðum umhverfið i kringum okkur. Við hittum nokkra sebrahesta sem við náðum að komast ótrúlega nálægt þeim áður en þeir hlupu burt. Svo hittum við einn fíl sem að við fylgdumst með borða og rölta um. Þegar við ko,um til baka var komin kvöldmatur. Eftir matinn sungu polarnir fyrir okkur fullt af lögum við varðeld a meðan við borðuðum grillaða sykurpúða :) söngurinn var ekkert smá flottur, síðasta lagið var svo a ensku og við sungum öll með en það er lag sem folkið syngur þegar það hefur veitt dyr og er að elda það textinn er ekki flókinn " beautiful animal, beautiful animal. I will never forget beautiful animal." Eftir sönginn spiluðum við nokkra leiki og drukkum nokkra bjóra. Sem betur fer hittum við engin dyr en einhverjir heyrðu þó i þeim við árbakkann um nóttina. Um morguninn fórum við svo aftur i kanóana til baka. Og aftur a tjaldsvæðið þar sem við fórum aftur i trukkinn okkar, Denver, en framundan var langur keyrsludagur. Ótrúlegt hvað landslag getur breyst a skömmum tíma en við fórum úr þvílíkt grænu umhverfi þar sem vatn var alls staðar og tré yfir i eyðimörkina Kalaharí. Þegar við komum fórum við i göngu með bushman fólki sem sýndu okkur ýmsar rætur sem þau nota til matargerðar eða sem lyf. Einnig er ein trjátegundir sem þau nota sem tannbursta og önnur sem sápa! Þetta var rosa fræðandi og ótrúlegt að hlusta a þau tala en þau tala klikk mál.
large_37996B5791B7271C4689934E910059D6.jpeg3794090F0E3ADAE467ED85079D87DCF1.jpeg
Næsti dagur for i næsta border crossing og komið að því að fara til Namibíu! Við keyrðum mest allan daginn og enduðum i höfuðborginni Windhoek. Þa kom að stóra deginum!! Hótelherbergi, sturta vá! 😍 sjaldan upplifað jafn góða tilfinningu haha! Um kvöldið fórum við út að borða þar sem hægt er að fá alls konar kjöt. Ég fékk a spjóti krókódíl, sebrahest, springbok og oryx. Ótrúlega gott 😃 þetta var síðasta kvöldið hja 3 i hópnum og þrír nýjir bættust i hópinn svo þetta var stór hópur sem for að borða saman.
Morguninn eftir vöknuðum við extra snemma til að reyna að vera komin sem fyrst a næsta áfangastað, Etosha national Park! Við vorum komin a agætist tíma og fórum beint i game drive þar sem við saum ýmis dyr, gíraffa, fíla, sebrahesta, antilopur og svo framvegis. Eftir það tjölduðum við og fórum að water hole. En það er manngert vatnsból fyrir dýrin a svæðinu og a einum hlutanum af því er hægt að fylgjast með dyrunum koma og drekka i náttúrulegu umhverfi sinu sem er alveg hreint magnað! Þegar við komum voru nokkrir fílar og gíraffar að drekka. Að sjá gíraffa drekka er líklegast eitt það fyndnasta sem ég hef séð! 😂😂 þeir geta ekki beygt hnén i retta att fyrir þetta svo þeir setja fæturnar i sundur eins og þeir séu að fara i spíkat og drekka, þegar þeir eru bunir sveifla þeir svo hálsinum ótrúlega hratt upp og skvetta þar með vatni út um allt! Eftir að hafa hlegið af þessu i smá tíma drifum við okkur i kvöldmat. Þegar við vorum að klára að borða kom Julia hlaupandi og let okkur vita af því að það væru komnir nashyrningar! Við drifum okkur að fylgjast með þeim en það voru 3 fullvaxnir og tvö börn! Þetta voru meira að segja black rhinos sem talið er að séu i heildina um 100 stk til i heiminum svo að sjá 5 er ótrúlegt! Þarna sá ég síðasta dýrið af the big 5 en það eru fílar, buffalos, ljón, nashyrningar og blettatigur. Þetta eru big 5 vegna þess að þetta eru hættulegustu dýrin sem er veidd af mönnum.
Morguninn eftir fórum við i annað game drive i Etosha. Við byrjuðum a því að sjá jackos borða gíraffa! Það var eignlega ekkert eftir af gíraffa um svo jockarnir voru inni i rifbeinunum að naga það sem eftir var. Stuttu seinna saum við svo ljón rölta um götuna eins og hann ætti svæðið...sem hann líklegast gerir.
Seinni part dagsins eyddum við a sundlaugarbakkanum i rólegheitum að sleikja sólina. Um kvöldið fórum við svo aftur að vatnsbólinu og saum fleiri nashyrningar, gíraffa og fíla. Eftir smá tíma heyrðust þvílík læti frá tveimur nashyrningunum og þeir komu sér i stöðu fyrir slagsmál! Þa heyrðist i einum fílnum eins og hann væri að segja þeim að hætta þessari vitleysu og nashyrningarnir löbbuðu báðir burt. Magnað að fylgjast með þessum dyrum!
Daginn eftir drifum við okkur af stað i áttina að Spitzkoppe sem var næsta tjaldsvæði. A leiðinni stoppuðum við i litlum þjóðgarði en þar skoðuðum við tré sem voru búin að breytast i steina! Trén voru 200-280 milljón ára gömul og skoluðust til eftir síðustu ísöld en urðu þar fyrir miklum þrýstingi að þau u,breyttust i stein. Steinarnir eru ca 6 sinnum þyngri en eðlilegur steinn og stærsta tréð a þessu svæði er meira en 30 metrar. Áfram héldum við en næsta stopp var þar sem við skoðuðum steina sem var grafið i fyrir hundruðum ara. Ótrúlegt að sjá hvernig bushmen höfðu samskipti og deildu upplýsingum með hvor öðrum. Þarna var t.d risastórt kort þar sem búið að merkja inn hvar var að finna vatn og a hvaða svæðum hvaða dyr héldu sig. Eftir þessa skoðun komum við að tjaldsvæðinu en gleðifréttir! Ef að við vildum máttum við sleppa því að tjalda og sofa undir berum himni, já takk! Svo i stað þess að tjalda var bara opnaður einn kaldur og beðið eftir síðustu vettvangsferð dagsins :) við röltum svo með leiðsögumanni að bushman paradise en það er risastór hellir þar sem búið var að mala alls kyns myndir. Þar var hægt að sjá fleiri leiðbeiningar, kort og fjölskyldur alveg ótrúlegt að hugsa til þess hvað þetta er búið að vera þarna lengi!
Um kvöldið var svo kveiktur varðeldur og spilaðir ýmsir leikir áður en við náðum i dýfurnar okkar og sváfum undir stjörnunum. Þetta er líklegast uppáhalds tjaldsvæðið hingað til með stærstu fjöllum Namibíu i kringum okkur, rauðir steinar og sandur allt i kring. Leit næstum út eins og einhver hafði raðað steinunum upp!
37FAA93B9BB3EC1F56BFE1B9B69AC93A.jpeg
Næsta dag var svo sannarlega ekki erfitt að koma sér a fætur enda komið að stóra deginum! FALHLIFARSTÖKK! Við keyrðum 2-3 tíma áður en að við komum til Swakopmund þar sem við eyddum tveimur nóttum. Byrjuðum að fara i activity center að bóka það sem við vildum gera a þessum dögum sem við höfðum. Ég bókaði fallhlifastökkið og sandbretti.
Eftir það fórum við i næstu Paradís, RÚM! Við komum okkur fyrir i dormi með þvílíkt mjúku og góðu rúmi 😍 svo drifum við okkur i hádegismat. Eftir matinn var komið að því. 😃 við þurftum að undirrita alls konar skilmála og slíkt um að það væri ekki fyrirtækinu að kenna ef að eð kom uppá og hvort að við værum i góðu líkamlegu standi. Francois kíkti a mitt eftir að ég kláraði að fylla það út og var ekki sáttur með mig að segja ekki frá bakmeiðslunum sem höfðu verið að hrjá mig síðustu daga. Hjúkkurnar i hópnum sögðu að það væri allt i lagi að stökkva svo ég treysti þeim 😉. Það var i fyrsta skipti vel skýjað i ferðinni svo sumir voru óvissir hvort það væri eð spennandi að stökkva þann dag en a endanum fóru allir. Það fóru tveir úr hópnum i hverja flugvél ásamt stökkvurunum og myndatökumönnum. Það voru bara tvær flugvélar og við 18 svo þetta tók dágóðan tíma, 20 mín flug áður en kemur að því að stökkva. Auðvitað var ég i síðustu vélinni en frekar töff að vera síðasti stökkvari dagsins 😎 flugvélin fer upp i 3 km hæð og þar er stokkið. A leiðinni upp spjölluðum við aðeins og kom i ljós að myndatökumaðurinn minn var eigandinn, hann horfði a kallinn sem stökk með mer og sagði "you have the crazy one today" haha! Við fengum leiðbeiningar hvernig a að koma sér út, setja fæturnar botnar undir vélina fetta bakið og horfa upp. Svo bara 1,2,3 og út! Þa tók við frjálsa fallið, yfir 200 km hraði sem maður er a i ca 30-40 sek 🙃 ótrúlegt alveg! Eina var að út af skýjunum sa maður ekki jörðina og gerði sér ekki fullkomlega grein fyrir hversu hatt uppi maður var. Eftir frjálsa fallið kippir kallinn i fallhlifina og við svifum yfir skýjunum 😍 hægt og rólega svifum við inn i skyjin! Þetta var eins og draumur, ég get i alvöru sagt að ég hef verið inni i skýjum i rólegheitum hahaha! Eftir skýin saum við loks jörðina en vorum ennþá frekar hatt uppi. Þa segir hann við mig jæja crazy ertu tilbúin! Auðvitað! Hann byrjar að fara með mig i alls konar hringi fram og til baka þetta var eins og þvílíkur rússíbani áður en að við lentum, snilldin ein! Eftir að ég lenti skaluðum við i einum drykk með staffinu og eigandinn splæsti meira að segja drykk a mig fyrir að vera klikkhaus dagsins 😆😁 svo var brunað a hostelið og allir dressuðu sig upp þar sem loksins var komið að því að taka almennilegt partý kvöld saman! Allir voru með nóg adrenalín i kerfinu svo kvöldið var virkilega gott!
Morguninn eftir þurftum við að vakna 8 eftir kannski 2-3 tíma svefn haha þar sem við vorum að fara a sandbretti! Ég, Sarah, Helen, Julia og Michael hoppuðum i föt og i rútuna sem sótti okkur. Þegar við vorum komin út i eyðimörkina fengum við snjóbretti og hjálm og svo var labbað af stað...uff. Eftirlit iðin svefn, i snjóbrettaskóm að labba upp sand öldur? Það var ekki það léttasta...jæja upp komum við lærðum að setja vax a brettið og svo byrjaði kennslan...auðvitað var einn gæji með okkur sem er atvinnu snjóbrettakall svo við litum út eins og fífl i samanburði haha. Ég og Sarah vorum virkilega duglegar að sitja/detta/liggja i sandinum 😁 Helen og Julia eru vanda snjóbrettum svo þær voru fljótar að ná þessu eeeen ekki við haha. Eftir nokkrar ferðir upp og niður vorum við alveg farnar að ná þessu. En alltaf .urftum við að labba upp uff! Við tokum svo eina ferð liggjandi a maganum niður aðra brekku og náði ég hraðasta tímanum af stelpunum 70km! Það var ótrúlega gaman! Eftir þennan snilldar morgun tókum við allar smá lúr Hahah, nýta tækifærið þegar rúm er i boði!
37F5FD41F720BB0EA83653D166673C47.jpeg
Seinni partinn fórum við svo og saum videó frá deginum og fengum a dvd disk. Við tokumsvo rólegt kvöld og nýttum tækifærið þar sem við komumst a net.
Morguninn eftir vorum við sótt og fórum að skoða úthverfi og kynnast siðum þeirra og mismunandi ættbálkum. Það eru þrír ættbálkar sem búa a svæðinu og áður fyrr máttu engin samskipti fara fram þeirra a milli. I dag búa þau þó öll saman og guideinn okkar sagði að það hefur hjálpað samfélagi mikið. Það var ótrúlegt að fara úr miðbænum sem leit nokkuð vel út yfir i þessi hverfi, fátæktin er alveg ótrúleg. Við byrjuðum að fara til konu sem er með leikskóla heima hja sér og er af Herero ættbalknum. Hún sagði okkur frá þeirra siðum og trúum. Flestir eru kristnir en biðja einnig til reyksins. Þar er alltaf farið til frændans ef eitthvað amar að og hann biður til reyksins með manni. Frændinn er líka sa sem samþykkir brúðkaup og annað. Ástæðan er sú að pabbinn getur alltaf farið þar sem að hann er ekki bloðskyldur mömmunni, en bróðir hennar getur aldrei farið. Kýr eru mjög mikilvægar og eru konurnar klæddar i föt sem eiga að tákna kúnna. Næst fórum við til Tamara konu en hún kann a ýmsar plöntur og hvernig hægt er að nota þær til ýmiss. Hún syndi okkur hvaða plöntur a að nota til að grennast, verða olettur, við tannpínu og annað slíkt. Barnabarnið hennar var a svæðinu og gerðist nýja besta vinkona mín. Hún sat a mer allan tímann og tók myndir a símann minn haha. Eitt fallegasta barn sem ég hef séð! Og svo kruttleg, kenndi mer meira að segja nokkr ný trix a símann minn...alltaf gott að læra af 4 ára barni hvernig a að nota símann sinn? Að lokum fórum við svo a local bar þar sem við fengum bjór (kl 10 um morguninn) og með því fylgdu svo ormar að borða...ég smakkaði einn en let það duga. Svo kom kór og söng fyrir okkur nokkur lög, ekkert smá flott hja þeim, ég var með gæsahúð allan tímann! Eftir sönginn var okkur skutlað aftur i Denver en við höfðum ekki verið i honum i nokkra daga svo það var gott að komast aftur "heim" við tók langur dagur af akstri að næsta tjaldsvæði. Aftur fengum við að sofa úti svo við þurftum ekki að setja upp tjöldin! Vúhú! Sumir fóru i desert walk eftir að við komum en ég ákvað að sleppa því i þetta skiptið. Ég sat með Joss sem er guideinn okkar og hún spurði mig um svo margt varðandi Ísland. Henni finnst það alveg magnað að það geti verið snjór til og jöklar. Ég syndi henni myndir og hún var alveg dolfallin. Ég sagði henni að ef hún kæmi þa myndum við snúa þessu við, ég yrði guideinn og hún fylgjandinn. Ég hjálpaði svo til við eldamennskuna en i matinn var týpískur suður-afrískur matur kallað brye. En það er eins konar grill. Um kvöldið settum við svo út dynurnar okkar, lágum undir stjörnubjörtum himni og hlustuðum a sebrahesta sem voru að fá sér að drekka rétt hja okkur, þvílíkur draumur! Þar sem við erum alveg við miðbaug reis tunglið upp eins og sólin rétt eftir að við komum okkur fyrir, ótrúlega flott að sjá það birtast a milli sand aldanna i fjarska. Það var ekki erfitt að sofna i þessum aðstæðum.
Morguninn eftir var eð erfitt að komast a fætur, langtíma þreytan var eitthvað farin að segja til sin hja mer. Francois tók það nú ekki i mál og dróg mig a dýnunni þangað til ég samþykkti að fara a fætur hahah! Goð byrjun a deginum! Þetta var virkilega viðburðarrikur dagur og ekki i boði að vera þreyttur!
Eftir morgunmat keyrðum við a tjaldsvæðið en það var ekki nema 4 tíma keyrsla. Við settum upp tjöldin okkar og drifum okkur af stað i fyrstu göngu dagsins. Sossuvei gil er litið gil en ótrúlega flott og hægt er að sjá hvernig það hefur myndast a mörg þúsund árum. Við tokum nóg af myndum og nutum þess að vera i skugga þar sem að hitinn var kominn vel yfir 40 gráður og ekki komið hádegi!
37C15AECAE81DB7C409530D7B63A607A.jpeg
Eftir gilið fórum við til baka a tjaldsvæðið i stuttan hádegismat. Þar var allt rafmagn farið af og ekkert vatn! Við sem ætluðum að fá okkur ís i desert til þess að kæla okkur niður :(. Jæja aftur i Denver og keyrt af stað út i eyðimörkina! Við tók svo tveggja tíma labb i Namib eyðimörkinni, i hádeginu og ég vil ekki einu sinni víga hitann a þessu stigi! Uff...jæja við komum að uppþornuðu oasis þar sem var að finna 800 ára gömul dauð tré! Ótrúlegt! Vatnið a þessu, stað þornaði upp fyrir ca 550 árum síðan en þar sem hitinn er svo mikill rotna trén ekki og standa bara a sinum stað! Ótrúlegt að sjá þetta!
37C5DB3BEC605E4664E91EF723FAA793.jpeg
Eftir þessa göngu tokum við smá hvíld og drukkum vel af vatni! Fólk var misvel stemmt fyrir síðustu göngunni, enda erfiðasta gangan eftir, upp stóra sand öldu! Við sátum i klukkutíma að drekka vatn og hvíla okkur frá sólinni áður en að við héldum af stað. Ég, Sarah og Julia drifum okkur af stað fyrstar þar sem við gátum ekki setið lengur og við vissum að gangan tæki tíma. Joss sagði að þeir sem ganga hratt gætu gengið þetta a 40-50 mín en meðalhraðinn er yfirleitt 1,5 klst. Við fórum upp a 22 mín! Hetjur dagsins i hitanum að labba upp sand, i hverju skrefi sekkur maður niður en þetta var fínasta hreyfing! Það var mjög gott að vera uppi bara þrjár, ná goðum myndum áður en restin af fólkinu mætti. Smám saman týndist fólk upp en nokkrir náðu ekki að fara alla leið upp. Við sátum og spjölluðum og horfðum a sól setrið yfir eyðimörkinni 😍 Francois sagði við okkur að eftir sólsetur þyrftum við að fara "straight down" svo við Sarah og Julia tokum hann a orðinu og hlupum niður! Tók okkur 20 mín upp, 2 mín niður! Ég held að hálf eyðimörkin hafi verið i skónum okkar eftir þetta! En virkilega gaman, allt til a videó 😉
Við drifum okkur svo til baka þar sem tjaldsvæðið lokar stuttu eftir sólsetur. Allir voru virkilega þreyttir eftir daginn svo fólk for beint i rumið!
37ED5028A658D76CBED0A3E6B745A6DC.jpeg37E89EDEFD6D17E4799ADE83D8056973.jpeg37F13DF302FEC7A40C5D60EA037381F5.jpeg
Daginn eftir tók við langur keyrsludagur, 11 klukkutímar i hitanum að keyra...uff langt síðan við tokum svona langan keyrsludag. Við fengum aftur leyfi fyrir því að sofa úti svo engin tjöld sett upp vuhu! Hahah tjöldin eru orðin vel þreytt eftir 30 og eitthvað marga daga! Svo drifum við okkur að Fish River Canyon. Næst stærsta gil i heimi, a eftir Grand Canyon! Ótrúlega flott og svo gríðarlega stórt að það var virkilega erfitt að átta sig a því! Við röltum meðfram því ca klukkutíma og enduðum svo a main viewing point þar sem Joss og Francois voru búin að setja upp vin, osta og kex 😋 þar fylgdumst við með solsetrinu i fullkomnu umhverfi, þetta var svo ljúft!
37E453FB07EFFAD623A9CC054A15F80F.jpeg37D2A2B2BDFE2FF1801F30CDD8C58B99.jpeg37CC7CF1BB9AC4E4769242B8D7FD7BD4.jpegAllir voru orðnir frekar léttir a því eftir sólsetur svo við höfðum kosy partý við varðeld þegar við komum til baka, tokum svo út dynurnar okkar og horfðum a stjörnurnar. Um morguninn vaknaði ég við Charlie en hann stökk a fætur. Þa var api rétt hja okkur að fyljast með okkur og Charlie gjörsamlega fríkaði (hann er einn af nýjustu i hópnum svo hann er ekki jafn vanur dyra lífinu og við hin) hann stökk yfir mig og Söruh, við rett svo litum upp saum apann skipti okkur ekki miklu máli og héldum áfram að sofa hahaha. Charlie svaf ekki meir, heldur for inn i bil og beið þar. Hann kom svo og talaði við okkur þegar við vöknuðum og sagði að við værum aðeins of klikkaðar...við sögðum honum að við höfum nú verið með klikkaðari dyr i kringum okkur yfir nætur og apar skiptu okkur ekki miklu máli! Haha :)
Næst var svo haldið af stað að Orange River þar sem planið var að fara a kayak. Því miður var vindurinn of sterkur fyrir það þegar við komum svo við eyddum deginum a sundlaugarbakkanum með kokteil :) um kvöldið voru allir orðnir vel hressir svo úr varð skrautlegt kvöld, við skulum bara segja að mer var hent i laugina i fötum i kringum miðnætti!
Morguninn eftir var komið að því að fara i síðasta landið i Afríku, Suður-Afríka! Við vorum stoppuð a landamærunum og leitað var i öllum bílnum. Eftir það hélt leiðin áfram loksins almennilegir vegir, sólin skein svo litið var hægt að kvarta. Við komum a vina kúrinn Highlanders rett um 3 og drifum okkur i sundlaugina. Þar var opnuð ein freyðivínsflaska sem var sötruð i sólinni 😋. Seinni partinn fórum við svo i vínsmökkun! Við sátum með útsýni yfir vínberin og smökkuðum vínin sem þeir framleiða og fengum ostaplatta með. Virkilega goð vin sem eru framleidd og fengum góða kennslu a hvað er hvað. Eftir smökkunina var haldið brye fyrir okkur og drukkið meir.
Þa var komið að loka áfangastað ferðarinnar, cape Town! Leiðin var ca 4 tímar svo bara stutt og kosy. Við komum i ekkert smá flott 5 stjörnu hótel þar sem við tékkum um okkur inn en skildum farangurinn eftir. Svo for ég, Sarah, Helen, Jason, julia, katherine, Michael og anke að skoða robben island. Þar keyrðum við fyrst um eyjuna og fengum svo fyrrum fanga til þess að sýna okkur inni i fangelsinu. Saum klefann sem að nelson mandela eyddi 18 árum i! Svo fórum við til baka a hótelið og beint út að borða síðustu kvöldmáltíðina sem hópur :( fórum a ótrúlega flottan afriskan stað með live tónlist og goðum mat.

Posted by saeunn 23:39 Archived in Namibia

Email this entryFacebookStumbleUpon

Table of contents

Be the first to comment on this entry.

Comments on this blog entry are now closed to non-Travellerspoint members. You can still leave a comment if you are a member of Travellerspoint.

Enter your Travellerspoint login details below

( What's this? )

If you aren't a member of Travellerspoint yet, you can join for free.

Join Travellerspoint