A Travellerspoint blog

Siglingar, hrekkir og klaufaskapur

Næsti áfangastaður var svo Lusaka, höfuðborg Zambiu. Við vorum komin frekar seint en þar sem ég var i cooking team þennan dag skoðaði ég ekki mikið en skellti mer i eldamennskuna. Við spiluðum svo blak fram a kvöld, stelpur a móti strákum, ótrúlegt en satt gekk leikurinn mun betur en síðast! Ég, Helen og Immy fórum fyrr af stað i hattinn en hinir þegar við lentum i árás af könguló! Hún var ógeð! Stór og for upp a tvær fætur og hljóp að okkur 😳 Helen tókst að drepa hana sem betur fer! En þa fengum við þa snilldar hugmynd að setja hana i tjaldið hja strákunum hahha. Ég var sett i það verkefni að taka köngulóna og færa hana. Hún var með losnar fætur sem var alls ekki kosy að snerta...en ég setti hana i mitt tjaldið svo þetta væri það fyrsta sem strákarnir sjá þegar þeir koma. Við drifum okkur svo i tjöldin okkar og læstum þeim svo við værum öruggar 😆 Reggie kom fyrr til baka og við heyrðum hann öskra eins og lítil stelpa! Að halda niðri hlátrinum var mjög erfitt, en okkur tókst að hálf sannfæra hann um að könguloin hafi farið inn i tjaldið án aðstoðar.
Spennan fyrir næsta stað var orðin mikil! Enn og aftur vorum við komin af stað a tíma sem hljómar frekar eins og háttatími...en leiðin lá til Livingstone!
Þegar við mættu, þangað settum við upp tjöldin og fengum svo kynningu a öllu sem hægt er að gera. Um kvöldið fórum við svo öll saman a siglingu að fylgjast með sólinni setjast a Zambezifljótinu. Þar saum við flóðhesta, krókódíla og fíla taka því rólega :) með siglingunni fylgdi opinn bar svo best er að segja að kvöldið endaði skrautlega.
Morguninn eftir vorum við komin fram úr snemma þar sem að hitinn var mjög mikill! Við borðuðum morgunmat og kl 10 fórum við 8 saman i Devils Pool! Við fórum með bát að eyjunni og fengum guide i gegnum hvar David Livingstone hafði fundið staðinn og svona. Svo fengum við að fara ofani og synda. Okkur var fylgt alla leiðina enda auðvelt að fljóta fram af og niður Victorias Falls! Við fengum svo myndir af okkur hálf fram af klettunum þar sem maður horfði niður fossinn. Þetta var alveg magnað að sjá, fylgjast með vatninu detta, regnbogi fyrir neðan mig og enda svo i fljótinu. Ég for eins langt fram af og ég gat og var dregin til baka þar sem þeim leist ekki alveg a hvað ég var komin langt hehe...ég var bara forvitin :) eftir sundið fengum við egg og beikon áður en við fórum til baka.
Eftir þennan snilldar morgun fór ég, Immy, Helen og Jason að brunni sem liggur yfir Zambezifljótið og tengir saman Zambiu og Zimbabwe. Þar fórum við i zip lining fram Zambíu til Zimbabwe! Algjör snilld að renna sér þarna a milli! Myndbandið kemur von bráðar ;) Helen ofurhugi skellti sér svo i teygjustökk líka! Ég þurfti að hafa mig alla við að stoppa mig frá því að skella mer ekki líka! Um kvöldið var svo komið að síðustu kvöldmáltíðinni sem að hópurinn atti saman :( en eftir Livingstone fara 4 til Joburg, við 7 til Cape Town og 5 sem fara heim.
Þar sem þetta var nú síðasta kvöldið þurftum við nú að gera smá fleiri hrekki :D við stelpurnar tókum okkur saman og færðum tjald strákanna! 🙃 það var annar hópur nálægt okkur svo við færðum tjaldið i þann hóp haha. Svo komum við til baka a barinn og spjölluðum. Þegar við ætlum svo að fara i hattinn voru þeir bunir að taka stangirnar og fela tjöldin okkar...jæja við fengum þennan hrekk i bakið 😁 við hlógum nú svo sem bara að þessu öllu saman. Eftir að við vorum búin að setja upp tjaldið aftur spjölluðum við aðeins áfram. Ég settist a bekk sem að var þar asa,t þremur öðrum stelpum, þegar ein bættist svo i hópinn hrundi bekkurinn en ekki hvað? Ég enda a jörðinni og lenti illa a bakinu Hahah ekki alvöru ferð fyrr en ég er búin að slasa mig :)
Ég ákvað að taka rólegan dag daginn eftir og hvíla bakið sem var ekki satt við fallið og ekki hjálpar þunna dýnan i tjaldinu sem ég sef a. En það var svo sem löngu kominn tími a rólegan dag i sólinni við sundlaugarbakkann :) það varl Íma fínt að hafa einn lykla mann a svæðinu þar sem fólk var að koma og fara allan daginn og ég sá um að hafa trukkinn læstan og með lyklana hja mer. Um kvöldið var svo komið að því að hitta nýja hópinn, fararstjóran og bílstjórann. Meðalaldurinn er eitthvað hærri i þessum hóp en voða spennandi að kynnast þessum hóp. Þessi hopur er 22 manneskjur, 4 strákar og 18 stelpur. 22 þýðir fullur hópur, fullur bíll sem þýðir mun minna pláss en það sem við höfðum i hinum.
Síðasti dagurinn okkar i Livingstone og ég, Jason og Laurence ákváðum að eyða honum i bænum. Við borðuðum góðan mat, skoðuðum bæinn og nutum sólarinnar :) um kvöldið borðuðum við svo öll saman, nýji hópurinn, og byrjuðum að kynnast.
Morguninn eftir var komið að brottför og Joss, nýji guideinn, bað mig og Söru (nýji tjald félaginn minn) um að sýna hinum hvernig a að taka niður tjöldin. Eftir 20 daga getum við tekið niður þessi blessuðu tjöld blindandi svo þetta var litið mál. Við hjálpuðum síðan flestum með sin tjöld áður en að við héldum af stað. Þar sem bakið mitt var ekki sem hressast fékk ég að sitja frammí með bílstjóranum þennan dag :D hann er Voða hress og skemmtilegur svo ferðin var mjög goð. Við fórum þennan dag frá Zambíu til Botswana. Þar sem að Chobefljotið og Zambezifljótið mætast eru landamærin og þurftum við að taka ferju a milli. Þar heilsuðu okkur nokkrir floðhestar sem höfðu það náðugt i vatninu.
Þegar við komum að tjaldsvæðinu drifum við okkur af stað a siglingu a Chobe. Þar saum við alls konar dýralíf og fallegt sólsetur :) um kvöldið fengum við góðan mat og meira að segja desert! Sukkulaðiköku! Þegar maturinn hefur ekki verið upp a marga fiska i tæpan mánuð þa var þetta líklega það besta sem hefur komið fyrir😍 namm..
Morguninn eftir for hluti af hópnum i game drive. Þar sem að Joss sagði að þetta væri ekki jafn góður staður til sjá dyr og kostaði aukalega þa ákvað ég að sleppa því að fara og fá að sofa til 7:30! Sarah ákvað að fara svo ég þurfti að taka niður tjaldið ein um morguninn, ekkert stórmál svo sem tekur bara nokkrar auka mínútur...nei nei ég vaknaði við rigningu inn i tjaldinu! Það var búið að fjúka af regn þakið og allt orðið blautt. Það er eitt taka niður tjaldið ein, en i grenjandi rigningu uff...fyrsta rigningin her i Afríku og hitinn for alveg niður i 18 gráður! Brrr...hehe :) þetta gekk svo sem a endanum og allt var klárt fyrir brottför þegar folkið kom til baka úr game drive. Framundan var langur keyrsludagur en við Sarah tókum ekki einu sinni eftir því þar sem við sváfum alla leiðina, greinilegt að þreytan var farin að ná til okkar eftir stanslausa hreyfingu i 20 daga :) við stoppuðum a einum stað a leiðinni þar sem keypt var áfengi og aftur voru dregin nöfn úr hatti og dressað þann einstakling upp, núna með ofurhetju þema!
Tjaldsvæði kvöldsins var i Baoba tré garði en það eru tré sem verða vel yfir 1.000 ára gömul! Elsta tréð a þessum stað var 3.000 ára! Að standa við þetta tré let manni liða eins og litlum maur! Það var svo stórt og mikið, alveg ótrúlegt með risa rætur út um allt og þykktin álíka mikil og heilt hús!

Ég er svolítið eftir á en reyni að vinna þetta upp a næstu dögum :) þetta blogg er orðið nógu langt hehe
Solarkveðjur heim á klakann 😘

Posted by saeunn 10:43 Archived in Zambia

Email this entryFacebookStumbleUpon

Table of contents

Comments

Þvílíkt ævintýri sem þú ert stödd í Sæunn mín ☺ Gaman að setja sig aðeins inní það með þesdum texta.
kv Mamma

by Inga

Comments on this blog entry are now closed to non-Travellerspoint members. You can still leave a comment if you are a member of Travellerspoint.

Enter your Travellerspoint login details below

( What's this? )

If you aren't a member of Travellerspoint yet, you can join for free.

Join Travellerspoint