A Travellerspoint blog

Strendur og gleði

Tansanía - Malaví -Zambía

sunny 37 °C

Jambo!
Eins og við mátti búast var snorklferðin algjör snilld! Dýralífið sem hægt var að fylgjast með og kórallar i öllum regnbogans litum. Sjórinn var algjörlega tær og sandurinn alveg hvítur..þetta var eins og draumur!
FC368E25BE1C5CFA4214B180612A5E3E.jpeg
Við snorkluðum a tveimur stöðum svo allur dagurinn for i þetta :) þegar við komum til baka vorum við öll skaðbrennd, þrátt fyrir að hafa verið að maka a okkur sólarvörn 50. Eins og ég sagði voru skilyrðin draumi líkust en einnig fullkomin skilyrði fyrir bruna...ég kom verst út aftan a kalfunum sem var ekki þægilegt fyrir komandi rútuferðir!
FC1CBD25BC7F173BFFA665F18A6C3E61.jpeg
FC28F70C94332392DE4CBF15AE6A2C4C.jpeg
FC6DF249DC8485658B4CD7A41F73BF3D.jpegFC368E25BE1C5CFA4214B180612A5E3E.jpeg
Um kvöldið borðuðum við öll saman a hótelinu og þar sem að guideinn okkar atti afmæli komum við honum a óvart með köku og tilheyrandi. Þetta var virkilega skemmtilegt kvöld en dagurinn hafði verið langur svo það var farið snemma i hattinn.
Daginn eftir kvöddum við Nungwi og héldum til Stone Town sem að stærsti bærinn a Zanzibar. Þar for ég með fjórum af stelpunum að fá okkur ís og keyptum skartgripi og minjagripi. Ég keypti rosa fallegt hálsmen og ökklaband af manni sem er hluti af Masai ættbálknum sem er sá stærsti her i Tanzaniu. Hann syndi okkur myndir af mömmu sinni sem að kenndi honum að búa til alla skartgripina en hún byr i Ngorongoro. Um kvöldið klæddum við okkur upp, horfðum a sól setrið a flottum bar með útsýni yfir sjóinn og borðuðum svo a flottum indverskum veitingastað, þar sem þetta voru flottustu staðirnir i bænum var maturinn svolítið dyr en ég eyddi ca 2.000kr! Alveg verið að spreða!
Daginn eftir tókum við ferjuna til Dar es Salam. Það var ekki eins lygn sjórinn og i fyrri ferðinni svo flestir voru kastandi upp hingað og þangað um ferjuna. Ég og Eve vorum þær einu sem sluppu og nutum ferðarinnar bara nokkuð vel ;)
Um leið og við komum til Dar fórum við beint i rútuna og keyrðum af stað. Við keyrðum ca 7 tíma áður en við komumst a áfangastað. Þegar við komum settum við upp tjöldin og kveiktum eld sem að við ætluðum að borða við. Eftir stutta stund for að blasa vel og rigna svo ekkert varð úr varðeldinum því miður. En eftir matinn förum við a barinn i einn drykk, þar kíkti einn snákur i heimsókn til okkar! Hann skrið bara i makindum sinum fram hjá okkur öllum og for sína leið.
Daginn eftir vöknuðum við hana, gæsir og endur i því sem ég get best talið rifrildi! Einstaklega gaman fyrir morgunfula folkið að vakna kl 4:30 og hvað þa við þessi hljóð haha. Jæja næst a dagskrá eins og alltaf var að taka niður tjaldið...við tókum niður hlutann sem hægt er að opna sem glugga og þar tók a móti okkur þessi líka fína stóra könguló!! Bílstjórinn okkar rölti i rólegheitum til okkar með prik og ýtti henni burt Hahah við Immy vorum ekki alveg jafn rólegar yfir malinu og hann...jæja áfram höldum við og lokum hurðinni..neinei eru ekki þrír froskar bunir að koma sér fyrir þar! Við greinilega drögum að okkur dýrin! Þeir voru svo sem minna mál að losna við eftir að við fengum það staðfest að þeir væru ekki eitraðir. Þar með lauk sem betur fer dyra uppákomum morgunsins en skelltum okkur af stað, þar sem við erum að vinna okkur hratt að landamærunum til Malaví. A leiðinni stoppuðum við i verslun sem selur alls konar handgerða muni gerða af fólki sem er að einhverju leyti skaddað. Þ.e heyrnarlaust, dvergvaxið, hefur misst útlimi og svo framvegis. Þarna var ótrúlega mikið af flottum hlutum og allir versluðu mikið. Ég atti ekki mikið af pening eftir i lausu og kort ekki möguleiki keypti ég mer litla buddu enda málefni sem gaman er að styðja. Áfram héldum við síðan frá Iringa að tjaldsvæðinu en vorum komin snemma i þetta skiptið, rétt eftir 3! Eftir að tjöldin voru komin upp og öll teymi búin að vinna verkefni dagsins settumst við niður og fengum okkur drykki og spjallað. Tíminn leið ótrúlega hratt og áður en við vissum af var komin kvöldmatur. Fengum ótrúlega gott vel kryddað grillað lamb og heimagerðar franskar! Luxusmaltið eftir endalausar kássur. Enda var um að ræða síðustu kvöldmáltíðina i Tanzaníu. Við kíktum a barinn en hann er gerður úr moldleir og þakið gert úr stráum sem var skemmtilegt að fá að skoða. En að vanda voru allir komnir snemma i hattinn þar sem annar langur keyrsludagur var framundan að landamærum Malaví
FC04EC6DC8FF5F7934F55850D721AB9B.jpeg
Eins og við mátti búast var dagurinn langur og þreyttur. Við lögðum snemma af stað að landamærum Malaví. Þar biðum við heillengi en Malaví ákvað að taka upp a því að rukka fyrir vísa, sem að þeir hafa ekki gert áður, svo pappírs vinnan var löng...allt hafðist þó að lokum og áfram héldum við. Við vorum ekki komin a leiðarenda fyrr en seint, settum upp tjöldin, fengum okkur bjór og kvöldmat. Eftir matinn fórum við svo a local bar og þangað fylgdu okkur margir sölumenn sem spjölluðu heillengi við okkur og letu okur svo vita undir lok kvölds að þeir væru að selja alls konar og við velkomin til þeirra i fyrramálið. Hef ekki séð þetta sölutrix áður. En kvöldið var skemmtilegt við lærðum alls konar afríska partý dansa og nýjar reglur i pool.
Daginn eftir var ekki löng ferð framundan en spennandi dagur! Við byrjuðum að stoppa i afengisbuð þar sem við Immy saum um að kaupa drykki fyrir kvöldið. Það er sem sagt stranglega að kalla farartækið okkar bus en þetta er truck og i hvert skipti sem einhver sagði bus rukkaði ég hann um dollara sem for i áfengis sjóðinn, auðvitað var ég sett i þetta verkefni ;)
En eftir afengiskaupin fórum við a fatamarkað þar sem við dressuðum hvert annað upp en við vorum búin að draga nafn úr hatti og kaupa föt a þann einstakling. Þegar við loksins komum a Kande beach, þar sem við eyddum tveimur nóttum, tjölduðum við a núll einni og svo var sýning hver atti hvaða föt! Það hafðist að ná nokkrum myndum sem ég reyni að koma her inna líka :D
Eftir að allir voru komin með fötin skelltum við okkur i vatnið en i Malaví er risastórt vatn sem að heitir Lake Malawi, svo ströndin sem við vorum a er ekki sjö strönd heldur við vatn. Þar skoluðum við af okkur löngu bil ferðirnar og busluðum i vatninu. Eftir góðan sundsprett fórum við svo i strandblak a ströndinni, stelpur a móti strákum (3 a móti 13) ég held að strákarnir hafi samt unnið okkur hehe. Svo var klukkan loksins orðin nóg til þess að fólk for að gera sig til og dressa sig upp, enda var mikill spenningur fyrir útkomunni! Þa sérstaklega strákunum þar sem þeir voru klæddir i korselett, pils og kjóla. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt og mikið hlegið :)
I fyrsta skipti i ferðinni þurftum við ekki að vakna daginn eftir! Sem var ansi hentugt eftir átök kvöldsins ;) en þegar allir voru bunir að koma sér fram úr fórum við út a eyju og drukkum niður af klettum þar i vatnið.
Fínasta leið til þess að hressa sig við og gleyma þynnkunni.
FC1598ABAF2BF13FF5670F37ECEFD41C.jpeg
Um kvöldið var okkur svo boðið i mat til einnar fjölskyldu sem bjó rétt hja og fengum typiskan þeirra kvöldmat. Kjúlli, spínat og baunir sem bragðaðist mjög vel a meðan við sátum a strá mottu fyrir utan husið þeirra og með fólk allt i kringum okkur að horfa a okkur borða. Eftir matinn var planið að það yrði dansað fyrir okkur en fyrr i vikunni hafði nágranni þeirra dáið og þa má ekki dansa i þorpinu. Við þökkuð um vel fyrir okkur oft drifum okkur i hattinn.
Daginn eftir komum við a næsta camp site bara rétt um hádegi svo við áttum góðan dag þar. Við hliðina a okkur var hótel með stórri sundlaug en þar sem að það var ekki hægt að synda i vatninu fórum við þangað. Tókum góða leti a sundlaugarbakkanum með útsýni yfir ströndina og pálmatré. Ég hugsaði mikið til Íslands, og hvað það er bara fínt að vera her i staðinn fyrir kuldann heima :) seinni partinn fórum við svo a ströndina og spiluðum fótbolta fram að solsetri. Himininn tók a sig alla regnbogans liti og við sátum starandi a himininn, vatnið og litlu eyjarnar a vatninu, gullfallegt og yndisleg stund. Þessa nóttina var þó litið sofið þar sem að apar ákváðu að fara i slag nokkrum sinnum um nóttina rétt við tjöldin okkar, þeir geta sko verið með læti!! Ég hélt að það væri einhver að deyja þarna úti.
Næsta dag var svo komið af því að fara til næsta lands, Zambíu. Við komum að landamærunum en fundum hvergi hvar við áttum að fara að sækja um vísa. Masivu, guideinn, benti okkur a pínu litin skúr en það var vist immigration controlið þeirra! Því miður má ekki taka myndir af slíku því þetta var svo fyndið!
I hádeginu stoppuðum við i vegkanti til þess anað borða hádegismat. Masivu sagði við okkur stelpurnar að drífa okkur i bushy bushy (fara i runna að pissa) áður en þorpið mætir a svæðið. Hann náði varla að sleppa orðinu áður en hópur af börnum voru mætt að fylgjast með okkur borða. Eftir að allir voru bunir að borða var nóg af mat eftir sem að við skárum niður og gáfum börnunum. Þau vildu nú samt ekki ost né grænmeti enda ekki vön að sjá þann mat. Þau voru öll svo sæt og ein stelpan gaf mer mangó i staðinn fyrir pulsuna sem ég gaf henni :) svo gáfum við þeim allar tómar vatnsflöskur sem að við vorum með i bílnum áður en við héldum áfram. Meira að segja gáfum við nokkrar fullar vatnsflöskur sem við máttum missa.
Við stoppuðum svo i hraðbanka og búð áður en við komum a tjaldsvæðið...i Zambiu þarf ég að bæta við núlli til þess að fá upphæðina i íslenskum krónum! Fólki fannst það mjög fyndið að vita til þess hvað íslenski gjaldmiðillinn er lítill, Afríka toppar okkur. Um kvöldið var svo kveiktur varðeldur og grillaðir sykurpúðar og hlustað a tónlist, en að vanda voru flestir farnir að sofa um 9 leytið, morgunmatur 4:30 fyrir næstu keyrslu!

Posted by saeunn 22:48 Archived in Malawi

Email this entryFacebookStumbleUpon

Table of contents

Comments

Elsku Sæunn.
Takk fyrir að deila þessum ævintýrum með okkur.Það er gaman að sjá hvað þú skemmtir þér vel. Guð veri með þér. Amma Hrefna og afi Guðjón.

by Hrefna

Comments on this blog entry are now closed to non-Travellerspoint members. You can still leave a comment if you are a member of Travellerspoint.

Enter your Travellerspoint login details below

( What's this? )

If you aren't a member of Travellerspoint yet, you can join for free.

Join Travellerspoint