A Travellerspoint blog

Safarísnilld

Serengeti og Ngorongo - Tanzanía

overcast 30 °C

Hæhó
Ég er ekki viss hvort að síðasta blogg hafi gengið upp hjá mer eða ekki...netið i Afríku er ekki upp a marga fiska!
Alla vega ef að síðasta blogg tókst þa er ég komin að fyrsta degi i ferðinni. Við byrjuðum daginn "seint" en þurftum ekki að vera til fyrr en kl8...við lögðum af stað a trukk sem að verður ferðamátin okkar næstu 40 dagana. I fyrsta hádegismatnum var farið yfir hvernig verkaskiptingin verður en okkur var skipt niður i 3 manna hopa og skipt niður verkefnum a daga. Borðuðum hádegismat út i vegkanti..ætla að reyna að senda inn myndir með :)
Seinni partinn komum við að landamærum Kenýa og Tansaníu. Þar var að sjálfsögðu nóg af fólki að selja minjagripi en ein konan var svo ástfangin af hárinu mínu og vildi endilega gefa mer armband sem er voða fallegt :)
Seinni partinn komumst við a áfangastað en þa var komið að fyrstu nóttinni i tjaldi svo við byrjuðum að læra hvernig við eigum að setja það upp næsta mánuðinn. Þetta var nott tvö en ég og Immy ein stelpan her vorum bunar að ná svo vel saman að við báðum um að skipta um herbergisfélaga og vera saman. Við gistum á stað sem heitir Snake Park sem var með allar tegundir af snákum, i búrum.

Daginn eftir lögðum við svo af stað i fyrsta safaríið okkar! Okkur var skipt niður i þrjá Safari jeppa og lögðum af stað til Serengeti. Það tók ca hálfan daginn að komast þangað en seinni hluta dagsins byrjuðum við að keyra um og leita að dyrum. Serengeti þýðir sléttan endalausa en það lýsir svæðinu fullkomlega! Alveg slett i allar áttir og fallegu Afríku trén alls staðar i kring! Við vorum varla búin að keyra inn a svæðið þegar við erum búin að finna risa harðir af sebrahestum, híenum, gísellum og alls konar fuglum. Undir lok dags saum við svo fyrstu ljónin! Við vorum alveg upp við okkur en skiptu sér ekkert að okkur og sváfu bara. Um kvöldið var búið að tjalda fyrir okkur og elda kvöldmat. Um nóttina vöknuðum við Immy við hlæjandi híenur alls staðar i kringum okkur! Það var mikið líf og fjör þessa nóttina en það kíktu nokkur ljón i heimsókn, sebrahestar og water buffalos. Um morguninn vöknuðum við og drukkum kaffið okkar með buffalos við hliðina okkur. Svo lögðum við af stað i magnaðan dag að skoða dýralífið i Serengeti. Við vorum ótrúlega heppin og saum svo mikið! Endalaust af sebrahestum og buffalóum, hittum ansi mörg ljón og fylgdumst meira að segja með karli og konu búa til barn...svo komumst við ótrúlega nálægt cheetah, beint eftir að hún náði að veiða gísellu og gat varla andað. Við hittum líka nokkra blettatigra og fylgdumst með tveimur ungum leika sér. Við saum líka fullt af fílum og gírröfum bara tjilla og njóta lífsins. Það er alveg ótrúlegt hvað við gátum farið nálægt öllum þessum dyrum og fylgjast með þeim!
A3F5A617CBA16B4733C6D7F1583B239A.jpeg
Um kvöldið keyrðum við frá Serengeti og i áttina að Ngorgoro Crater sem að er gamalt eldfjall sem gerðist innfallið eftir að springa fyrir ca 4 milljónum ára. Það kvöld gerðum við varðeld og spjölluðum öll saman fram a nott. Immy vaknaði um nóttina og þurfti að fara a klósettið en þar sem að við erum úti i náttúrunni með öll þessi dyr i kring verðum við alltaf að fara saman. Við stigum út úr tjaldinu og beint a móti okkur stoð fíll! Hann var ekki nema svona 5 metrum frá okkur en rölti bara rólega i öfuga att og kippti sér ekki mikið upp við okkur. Þessa nóttina var þó litið sofið þar sem rétt eftir að við komum aftur i tjaldið heyrðum við i einhverju dýri rétt fyrir utan tjaldið a minni hlið þefa vel og lengi en þetta var 100% kattategund, bara ekki alveg viss hvers konar kisi. Um morguninn fórum við svo af stað i Ngorgoro og saum dyra ríkið þar. Mikið af floðhestum og svipuðum dyrum og i Serengeti. Hittum eitt ljón sem var greinilega eitthvað slasað en því miður er litið hægt að gera i slíku þar sem þetta eru villt dyr og mannfólk má ekki hafa nein afskipti.
A40DFC71BD30D51DBDDBB8DBF53B35BF.jpeg
Seinni partinn tók svo við meiri keyrsla alveg fram a nott svo við tjölduðum i myrkri, borðuðum kvöldmat og beint i rumið þar sem að við þurftum að vera tilbúin kl 4 um nott! Við tók svo 14 klst keyrsla til Dar es Salaam sem er höfuðborg Tansaníu. Þar förum við beint frá tjaldsvæðinu og út i sjó. Sjórinn var heitur og góður og virkilega gott eftir bílferðina endalausu! Eftir það fengum við okkur nokkra drykki og svo i hattinn.
I dag var vaknað snemma og förum með ferju yfir til Zanzibar sem að er eyja ca 2 tíma frá höfuðborginni. Her fengum við loksins að komast a hótel! Með almennilegum sturtum og rúmum! Þvílíkur lúxus! Við eyddum deginum i sjónum að leika okkur eins og lítil börn og i lauginni líka :) a morgun verður svo farið að snorkla, það verður spennó að sjá myndirnar sem ég get tekið þa!image.jpeg

Posted by saeunn 07:20 Archived in Tanzania

Email this entryFacebookStumbleUpon

Table of contents

Comments

Var kisi eitthvað stærri en Símon ?

by Mamma

Gaman að lesa pistilinn þinn Sæunn mín, gangi ykkur vel.

by Björg Magnúsdóttir

Geate to be abel to follow you on the journey.

by lotte

Hlakka til að fá að fylgjast með ferðinni þinni kæra vina.
Knús og kossar frá suður-Jótlandi. <3

by Rannveig "frænka"

Hæ Sæunn frábært að heyra hvað þú ert að njóta Afríku. Örugglega geggjað að vera í svona miklu návígi við öll þessu villtu dýr.😆

by Alma

Hæ Sæunn
Gaman að heyra hvað þú ert að njóta Afríku. Örugglega geggjað að vera í svona miklu návígi við öll þessi viltu dýr 😆

by Alma

Comments on this blog entry are now closed to non-Travellerspoint members. You can still leave a comment if you are a member of Travellerspoint.

Enter your Travellerspoint login details below

( What's this? )

If you aren't a member of Travellerspoint yet, you can join for free.

Join Travellerspoint