A Travellerspoint blog

Víetnam ❤️❤️

Eg hætti síðasta blogg með brjálaðri spennu yfir nætur rútunni til Hó Chi Minh haha. Við sem sagt keyptum miða þar sem okkur var lofað góðu svefnplássi og að við þurftum aldrei að skipta um rútu en form með sömu beint til vietnam. Raunin varð svo aldeilis önnur. Við byrjuðum a þvi að fara i þessa fínu rútu þar sem við gátum legið og fengum teppi og kosy. Eftir um 3 tima vorum við komin til Phnom Penh þar sem við vorum vaktar og sagt að drífa okkur ut, næsta rúta sem tæki okkur til vietnam væri alveg að koma, þa komumst við að þvi að þessi rúta var a leið til Sien Riep en ekki yfir til vietnam svo við þurftum að koma okkur ut og finna bakpokana...rosa fint eftir sma svefn? Jæja við setjumst niður og búumst við þvi að skella okkur i næstu rútu og i meiri svefn innan skamms. Þarna var klukkan 11 um kvöld, rútan sem tók okkur til Ho Chi Minh kom þegar klukkan var að verða half fjögur takk fyrir! Ekki vorum við par sáttar með þetta jæja ofan á kom að þetta var ekki rúta með dýnum til að liggja a heldur bara sæti...æðislegt eftir öll þessi loforð að fa svo þetta hahaha. Jæja en eitt gott gerðist þó, i þessari bið kynntumst við Jamie sem er með þeim bestu persónum sem að eg hef kynnst a þessu blessaða flakki minu! við skemmtum okkur vel saman a meðan við biðum og náðum meira að segja að plata einn tuktuk bílstjóra að skjótast eftir bjórum fyrir okkur hahah. Við fengum sma meiri svefn aður en við komum að landamærunum þar sem við þurftum aftur að ná i bakpokana oklar og labba með þa i gegn, fa stimpil og ut i næsta land. Þetta gekk hratt og örugglega fyrir sig og vorum fljótlega komin aftur i rútuna og sofnuð a ný. Þegar við loksins komum svo til Ho Chi Minh vorum við öll vel þreytt og illa sofin. Við fundum hostelið oklar en gátum ekki checkað okkur inn strax svo við ákváðum að fa okkur að borða fyrst. Við fundum frábæran markað með alls konar mat, leikföngum, áfengi og fötum ótrúlega random hlutir seldir þar en maturinn var góður haha. A leiðinni til baka villtumst við að sjálfsögðu rosalega en það var svo sem agætt þar sem þegar við komum loksins til baka gátum við fengið rúmin oklar og lagt okkur. Um kvöldið var svo skellt ser i sparigallann, Jamie þekkti einhverja a næsta hosteli sem við forum að hitta og enduðum a pub crawl það kvöldið! Þar kynntist eg ótrúlega mikið af fólki sem eiga eftir að koma við sögu seinna meir i vietnam sögunni. Þetta var frabært kvöld með yndislegu fólki og eg var strax farin að lika mjög vel við vietnam!
Daginn eftir vaknaði eg ekki svo hress með lifið eins og eg hafði verið kvöldið aður haha. Við vöknuðum fyrir morgunmat en tokum svo þa hop ákvörðun að leggja okkur aðeins lengur. Þegar allir voru komnir i gírinn röltum við af stað að skoða the war museum sem fjallar um sögu Víetnamstríðsins. Þetta var algjörlega mögnuð upplifun og þa sérstaklega að lesa það sem Bandaríkjamenn gerðu mikið af hlutum svo langt yfir strikið að það er half ólýsanlegt, þar er eg helst að tala um agent orange en einnig tölurnar yfir hversu mikið af saklausum borgurum þeir drápu. Þarna var einnig sett upp til sýnis fangaklefa sem notaðir voru til að pynta folk fyrir upplýsingar ásamt fullt að skriðdrekum og herflugvélum.
IMG_2572.jpg Eftir átaka mikin dag keyptum við okkur nokkra bjóra sem við forum með a rooftop a hostelinu og drukkum i rólegheitum. Eftir sma stund bættust við Thommy, Zophie og Michelle. Þau náðu að lyfta upp stemningunni og að sjálfsögðu enduðum við a þvi að fara i nokkra fleiri drykki... Daginn eftir vorum VIP svo með bókaða ferð að skoða the Tunnels sem að vietnamski herinn notaði i stríðinu. Þetta var ekkert sma fróðlegt og ótrúlegt hversu sniðugir og klókir þeir voru. Eg var ekkert sma hugrökk og labbaði 20 metra af göngunum þrátt fyrir brjálaða innilokunarkennd, tok mig ekki nema svona 5 tima að jafna mig og nokkra bjóra aður en eg hætti að skjálfa en eg meina eg for samt! IMG_2590.jpg Þegar við komum til baka var komið nýtt par a dormið okkar sem bið forum með a sky bar sem var með utsyni yfir mest alla borgina. Þetta var síðasta kvöldið okkar þarna svo við hittum folkið dem bið höfðum kynnst síðustu daga og eyddum kvöldinu með þvi.
Síðasti dagurinn var frekar mikið notaður bara i að drepa tímann...við röltum að kirkjunni Notre Dam sem var voðalega falleg. Um kvöldið var svo fyrsta rútuferðin okkar sem var sko stórkostleg!
Þetta atti semsagt að vera overnight rúta sem lagði af stað um 9 og atti að mæta um 7 morguninn eftir.
IMG_2622.jpg Það hljómaði mjög vel, sleppum við gistingu þa nóttina og höfum strax heilan dag til þess að eyða i Dalat. Neinei bílstjórinn keyrði eins og vitleysingur og hræðilegum vegi upp fjalla vegg og maður horfði niður klettana og var þó nokkuð viss um að við myndum velta andskoti oft. Við mættum til Dalat kl 2 um nott! Sem sagt 5 timum of snemma sem segir ansi margt um hraðann sem bílstjórinn keyrði a...jæja við förum a hostelið sem við bokuðum fyrir nóttina eftir að athuga hvort við gætum fengið að koma snemma og sofa sma. Neinei auðvitað var allt fullt! Svo við Jamie forum ut að finna einhvern stað að gista a a meðan María beið með töskurnar. Sem betur fer fundum við gistingu nokkuð nálægt og fengum loksins sma svefn. Við vöknuðum um 10 leytið daginn eftir og færðum okkur til baka a hitt hostelið. Þaðan leigðum við svo mótorhjól sem við keyrðum um a allan daginn.
IMG_2629.jpg Ekkert sma flott að keyra i fjallshlíðunum með ótrúlegt utsyni yfir dali 😍 við fundum svo ótrúlega flottan foss þar sem við skemmtum okkur vel i myndatökum hahah. IMG_2667.jpg
Eftir það ætluðum við að finna Temple sem atti að vera rett hja en við enduðum a flugvelli lengst i burtu fra öllu öðru haha greinilegt að tripadvisor er ekki alveg með staðsetningarnar a hreinu! 😆 við ákváðum þa að byrja að keyra til baka þar sem farið var að dimma og kólna. Eftir nokkrar tilraunir að finna utur slaufum til þess að koma okkur a highwayinn hafðist það og tilbúin i beina leið heim...neinei Jamie týndist en hann hafði tekið vitlausa beygju! Af einhverjum ástæðum var eg með simann hans svo það var engin leið að hafa samband við hann! Alveg var þetta stórkostlegt hahah eftir ca klukkutíma leit sendi hann mer skilaboð a Facebook en hann hafði þa fundið hótel sem leyfði honum að nota tölvu til að hafa samband við okkur. Það var vel tekið a móti okkur og að sjálfsögðu myndatökur sem fylgdu. Jæja nu vorum við orðin vel sein og verulega farið að dimma svo við brunuðum af stað. Þarna var orðið ótrúlega kalt og við skjálfandi að reyna að koma okkur heim eins hratt og hægt væri. Þegar það var ca kílómeter i hostelið varð eg svo bensínlaus! Hahaha þvílíkt ævintýri! Við vildum varla setja bensín a þvi það væri þa bara til að gefa hostelinu. Jamie tok þa hjólið mitt og ýtti ser áfram þennan kílómeter þangað til við komum a hostelið hahaha! Við röltum svo a næturmarkaðinn i kvöldmat og finna hlý föt! Við enduðum a þvi að kaupa okkur öll þrjú eins peysur 😁 þvílíkt smart! 90_IMG_2673.jpg
A bakaleiðinni keyptum við okkur nokkra bjóra sem við drukkum a húsþakinu a hostelinu ásamt fleira fólki. Þar kynntumst við TJ sem að er einstaklega furðulegur Ameríkani sem for með okkur daginn eftir.
Daginn eftir tokum við næstu rútu til Nha Trang en það er strandbær og vonuðumst við eftir sma meiri hita aður en við héldum norður i kuldann. Pinku litið rúgbrauð sótti okkur sem var "rútan" okkar hahah en það endaði ekkert sma vel þar sem Thommy og Zophie voru i sömu rútu og höfðum við rútuna útaf fyrir okkur! Við keyptum okkur bara nokkra bjóra og skemmtum okkur vel a leiðinni. Við röltum svo a hostelið fra rútu stöðinni en þa var akkurat "happy hour" en þa er frír bjor i klukkutíma! Fullkomin tímasetning hahah. Jæja við forum að sjálfsögðu i það aður en við skelltum okkur i kvöldmat og svo ut að skoða næturlífið. Þar hittum við aftur Brandon, Mia, Bret og fleiri sem við höfðum kynnst i Ho Chi Minh!
Daginn eftir áttum við svo bókaða ferð i island hopping ferð sem var kannski ekki það sniðugasta svona eftir langa nott hahah en þessi ferð var frabær með alveg hreint yndislegu fólki !
IMG_2715.jpg Við skoðuðum fjórar eyjur, snorkluðum um allt og stoppuðum reglulega til þess að hoppa i sjóinn 😃 brjálað gaman!
IMG_2691.jpg Við vorum eina hvíta folkið a bátnum svo við fengum mikla athygli og vorum i stanslausum myndatökum. Það var ein fjölskylda svona VIP a bátnum með bestu sætin og nóg af mat og áfengi. Þau buðu okkur að vera með ser og drukkum með þeim og borðuðum þess a milli sem að við hoppuðum i sjóinn.
Þegar við komum til baka vorum við öll voðalega þreytt svo þetta kvöld for i bíó gláp og rólegheit 😊
Daginn eftir eyddum við a ströndinni. Þegar kom svo að happy hour drifum við okkur i nokkra fría bjóra aður en við kvöddum Thommy, Zophie og TJ og héldum til Hoi An. Þetta var lööööng rútuferð en bjórinn var slakandi (sem betur fer var klósett i rútunni hehe) svo það var sofið vært. Þegar við komum a hostelið höfðu þau óvart yfirbokað dormið svo eg María og Jamie fengum ser herbergi fyrir okkur þrjú. Við borðuðum morgunmat og þegar honum var lokið mætti Mia a svæðið en hún for með aðrari rútu sem tok aðeins lengur. Jamie þurfti að fara upp a spítala en hnéð hans læstist svo við forum þrjár að skoða bæinn. Hoi An er gullfallegur bær litlar þröngar götur með kerta lömpum og blómum hangandi ur hverju húsi! IMG_2722.jpg Það var ekkert sma fallegt að rölta þarna um. Við fundum markaðinn þar sem var verið að selja alls konar mat a milli himins og jarðar. Eftir góðan tima þarna forum við til baka að tékka á Jamie. Hann var komin til baka en ákvað að taka deginum rólega uppi a herbergi. Við leigðum okkur þa vespur af hostelinu og keyrðum að My Son sem að eru rústir af Temple sem staðið hafa þar i fjölda ára. Það er þó litið eftir af þeim þar sem þau eyðilögðust mest öll i stríðinu.
90_IMG_2785.jpg Það var eiginlega ótrúlegt að labba um a þessum friðsæla stað sem notaður var til bæna og sja ekkert nema giga i jörðinni eftir sprengjur.
90_IMG_2763.jpg Þvílíkar andstæður og svo sorglegt a þessum fallega stað. Við eyddum goðum tima að rölta um og skoða svæðið aður en við héldum til baka en þa var farið að myrkva. Við forum svo öll fjögur saman ut að borða og i ódýrasta bjor sem eg hef fengið en hann var ekki nema 30kr stykkið! Við röltum svo um miðbæinn i fallegu kertaljósunum og ræddum um allt mögulegt. Eftir það forum við a hostelið i hattinn eftir langan og viðburðarríkan dag.
Þetta var stutt stopp i Hoi An en þar sem við vorum öll a half gerðri hraðferð forum við daginn eftir til Hue, en eg hafði lengi hlakkað til að fara þangað! Um hadegi forum við ut a aðal götuna þar sem rútan ætlaði að pikka okkur upp. Við biðum i tæpa tvo tima eins og vitleysingar a miðri götu eftir rútunni haha annar hver maður stoppaði að athuga hvort ekki væri allt i lagi. IMG_2809.jpg
Ferðin til Hue gekk vel fyrir sig en hún var yfir dag svo engar erfiðar svefn stellingar þurfti fyrir þessa ferð. Við mættum seinni partinn til Hue og forum a hostelið sem María hafði bókað fyrir okkur. Hún hafði verið svo sniðug og setti inn vitlausar dagsetningar svo við áttum ekki bókað fyrr en daginn eftir og auðvitað allt fullt a hostelinu. En það reddaðist þar sem auðvitað atti bróðir eigandans annað hostel rett hja og var með laust fyrir þrjá. Við vorum sótt og keyrð a hostelið okkur að kostnaðarlausu. A þvi hosteli bökuðum við svo ferð daginn eftir að skoða hof og grafir fyrrum keisara vietnam. Hue er sem sagt gamla höfuðborg vietnam síðan a timum keisara og er þar meðal annars forbidden city sem var einungis fyrir konungs folk sem og margar grafir fyrrum keisara. Mikil saga er þvi til staðar i vietnam og hafði eg þess vegna mikið hlakkað til að skoða þessa frábæru borg. Við kynntumst um kvöldið Breta sem vissi um góðan local stað fyrir kvöldmat og forum við með honum. Þarna er kuldinn orðinn mikill svo við klæddum okkur i öll okkar hlýjustu föt fyrir röltið að staðnum.
90_E33B7BEAA02997799234F6253FF17E99.jpg Svo kom loks að frábærum degi sem eg hafði beðið spennt eftir. María var half slöpp svo hún ákvað að vera eftir en við Jamie drifum okkur af stað i ferðina. Við vorum sótt a hostelið af fullri rútu af túristum, vorum alvöru túristar þennan dag! Fyrsta stopp var elsta grafhýsi i Hue sem var byggt i mjög asískum stíl og tok til sin margt ur kínverskum arkitektúr. Þegar eg segi grafhýsi er ekki verið að tala um eitt litið hús þar sem liggur ein lítil gröf, neinei þetta er svaka svæði sem að er yfirleitt með tveimur hliðum i austur og vestur. I norður a að vera fjall og i suður a að renna a eða vera stöðuvatn og allar þær grafir sem við skoðuðum fylgdu þessum reglum.
90_IMG_2823.jpg Þegar komið er inn er fyrst að finna bænar hús eftir að labbað er i gegnum það tekur við þvílík höll þar sem að keisarinn eyddi sinum síðustu ævidögum. Þar var að finna ser álmu sem var kallað skemmtanasvæði en þar var bæði svið sem og pallur fyrir tónlistarfólk eða kór. Þar var svo einnig auka herbergi fyrir alla fjölslyldumeðlimi, þar a meðal ser svefnherbergi fyrir konuna. Það veit enginn fyrir vist hvar hann er nákvæmlega grafinn en hann let grafa sig i fjallinu sem liggur norðan við höllina. I kringum er síðan risastór garður sem enn er haldið við.
Eftir þetta forum við svo i næsta grafhysi sem var byggt meira i "evrópskum" stíl eins og guideinn oklar sagði...við Jamie saum svo sem ekki mikið af evrópskum áhrifum en spurðum ekki nánar ut i það.
IMG_2834.jpg Þessi bygging var byggð ut fra þremur trúarbrögðum, kristni, hindúisma og búddisma. Það var að finna nokkra krossa víðs vegar um girðingar og tveir turnar risu við innganginn að hefð hindúismans. Mest allt annað var byggt a búddisma en keisarinn sjálfur var búddisti en var hrifin af trúarbrögðum og vildi að þau væru með. Þarna var byggð ser hvelfing þar sem að keisarinn var grafinn inn i fjallið, ólíkt síðasta þar sem að enginn veit fyrir vist hvar hann er nákvæmlega staðsettur. Þetta grafhýsi var aður i miklum litum en öll málningin var farin vegna rakastigsins a þessum stað svo allt var i gráum lit. Útsýnið var hins vegar ekki af verri endanum en horft var yfir risa stöðuvatn fyrir framan með fallegum skógi allt i kring.
Næst forum við svo i yngsta grafhýsi a svæðinu en þar liggur næst síðasti keisari Vietnam, sa síðasti lest i Frakklandi. Þar var ekkert gefið eftir þegar kom að skreytingum! Hann tok mun meira til evrópskra strauma en blandaði þvi vel við asíska. Allir veggir voru skreyttir með gleri og mynduðu alls kyns myndir. Þar var að finna lika stórt safn hans af gjöfum sem að hann fekk fra Frakklandi, postulínsvasar, gull og silfur. Gröfin hans sjálf var i miðju hýsinu þakið gler listinni og með risa skúlptúr af honum sjálfum ofan á. 90_E3886CD4AA359C594FE5140C7211208C.jpg
Næst a eftir forum við i gamla höll sem að einn keisarana let byggja fyrir sig. Hann settist að þar seinni hluta ævi sinnar en hann atti i miklum óvinsældum bæði meðal þjóðarinnar sem og fjölskyldunnar. Þar var litið sem ekkert af skreytingum og sagði guideinn að það var væri stórt tákn um hversu illa honum leið. Garðurinn var þó virkilega fallegur og man byggð á lág i kringum svæðið sem hann notaði til þess að sigla a a hverjum degi. IMG_2854.jpg
A leiðinni til baka i borgina stoppuðum við i litlu þorpi þar sem seldar voru alls kyns handverk og borðuðum hadegismat þar a meðan við fengum sýnikennslu hvernig þeir búa til hattana sína og reykelsi. Við forum svo a kung fu sýningu þar sem strákar a öllum aldri léku listir sinar. Þvílíkt flott sýning sem endaði með einum manni að brjóta múrsteina með hendinni og öðrum sem að beygði spjót sem var við hálsinn a honum! 😳
Svo kom að stóra endinum! The forbidden city er borg inni i borginni Hue en þar máttu einungis konungs folk fara inn. Þvi miður er litið eftir af borginni i dag en mest öll var hún eyðilögð i stríðinu. Stærsti salurinn hefur þó haldið ser og er ótrúlegt að ímynda ser hvers konar böll og skemmtanir hafi farið fram þar :) þvi miður var bannað að taka myndir inni a þessu svæði svo engar myndir til að sýna ykkur.
Að lokum forum við svo a solseturs siglingu a ánni sem liggur i gegnum miðja borgina. Þetta var einstaklega rólegt eftir langan dag og við Jamie sofnuðum næstum þvi bæði haha.
Um kvöldið þegar við komum til baka var Mia komin til okkar a hostelið en hún leigði mótorhjól og keyrði fra Hoi An til Hue sem a vist að vera virkilega falleg leið. Við tokum skyndiákvörðun það kvöld að drífa okkur strax daginn eftir til Hanoi. Það var virkilega kalt i Hue og það var spað góðu veðri tvo daga i Hanoi sem við vildum alls ekki missa af. Þarna sögðum við bless við mariu en hún for til Laos þennan morgun a meðan við forum til Hanoi. Rútuferðin var mjög löng! Við lögðum af stað daginn eftir um hadegi en komum ekki til Hanoi fyrr en um morguninn daginn eftir 😴 við komum okkur a hostelið og gátum lagt okkur i sofum sem voru þar þar sem að við gátum ekki checkað okkur inn svona snemma. Það var voða ljúft að fara síðan ut að rölta i sol og vera hlýtt aftur eftir marga daga með stanslausa gæsahúð haha. Við röltum um borgina og spjölluðum mest allan daginn. Um kvöldið var síðan sama happy hour system og i Nah Trang þar sem við fengum frían bjor i klukkutíma. Eftir það forum við svo a næsta götuhorn en þar var seldur bjor, uti a götu og setið a litlum plast stólum og bjórinn kom i glösum. En bjórinn var a heilar 35kr stykkið! Þetta var alveg æðislegt kvöld, kynntist fullt af frábæru fólki en skemmtilegast var þó að eg fekk að gjöf helíum blöðru sem eg dansaði með fasta við bolinn minn alla nóttina hahah! IMG_2906.jpg
Morguninn eftir vöknuðum við snemma og lögðum af stað til Halong Bay!
90_IMG_2911.jpg Sem betur fer var rútan nokkrir klukkutímar svo við fengum sma meiri svefn þar. Svo mættum við a batinn okkar þar sem beið okkar frabær hádegismatur, ferskur fiskur og hrísgrjón. Eftir matinn vorum við svo byrjuð að sigla vel inn i Halong Bay. Ótrúlega falleg kletta myndun þarna sem er algjörlega ólýsanleg! Við stoppuðum svo i floating village. Þar byr folk i húsum sem eru byggð ofan a vatninu með súlur niður til botns. Ótrúlegt að sja hvernig þetta folk byr en það treystir einfaldlega a fiskinn ur vatninu og hvort annað til að lifa af. Þar forum við i kayak og fengum rúma tvo tima til þess að sigla um.
IMG_3309.jpg Alveg hreint ótrúlega fallegt að sigla i gegnum klettahella og allt einu er maður horfinn inn i litinn hring sem er lokaður af með þessum klettum! Eftir frábæra kayakferð forum við aftur i batinn okkar og héldum að risa stórum helli, tok okkur tæpan klukkutíma að labba i gegnum hann! Þar var að finna þvílíka dropa steina og ótrúlegar myndanir i berginu. Hellirinn var lýstur upp með alls konar mismunandi lituðum ljósum sem gerði þetta einstaklega spennandi haha. Eftir hella ferðina var haldið til Hanoi aftur eftir langan en góðan dag. Við Mia og Christiano sem við kynntumst i ferðinni forum saman að borða. Við borðuðum a einu götuhorninu þar sem við fengum pönnu a borðið og mismunandi kjöt og grænmeti sem við steiktum síðan sjálf og borðuðum. Spennandi og góður matur 😃 við hittum síðan Jamie uppi a hosteli en hann var að bóka flugmiða fyrir morguninn eftir svo hann borðaði ekki með okkur. Við enduðum svo kvöldið a nokkrum drykkjum i goðum félagsskap.
Þegar við Mia vöknuðum svo daginn eftir var Jamie þegar farinn til Tælands svo við tvær vorum þær einu eftir i vietnam genginu. Við forum og leigðum mótorhjól fyrir næstu tvo daga og keyrðum til Ninh Binh. Það tok okkur tæpa tvo tima að finna leiðina utur borginni hahah. Endalausar slaufur og brjáluð umferð var orsökin fyrir þvi. Jæja eftir síðan aðra tvo tima a veginum mættum við til Ninh Binh. VIð fundum gistingu eiginlega i miðjum hrisökrunum inn a milli fjalla gerist varla fallegra umhverfi! Til þess að toppa þetta alveg fengum við risastórt rúm og hlýjar sængur!! Klósettið og sturtan var svo uti sem gerði þetta voða krúttlegt, með frabært utsyni a meðan þu situr a klósettinu hahah! Við vorum vel þreyttar eftir langan keyrslu dag og drifum okkur snemma i rumið.
Daginn eftir er liklega uppáhalds dagurinn minn i vietnam! Við forum snemma af stað a vespunum og byrjuðum að fara að skoða hof i fjöllunum. Hofið var svo sem ekkert sérstakt en þaðan var hægt að klifra hærra upp i fjöllin og vá útsýnið er algjörlega ólýsanlegt! (Vona að myndin fylgi örugglega þvi ekkert annað getur komið nálægt að lýsa þessu) við eyddum goðum tima þar að skoða okkur um og njóta útsýnisins.
IMG_2505.jpg Næst forum við svo a siglingu i a sem gengur i gegnum þetta litla þorp. Þar vorum við með fjöll og hrisakra sem útsýnið. Við sigldum i gegnum nokkra hella og að litlum kofum þar sem folk byr lengst fra allri mögulegri menningu.
90_IMG_3006.jpg
Að lokum forum við að öðru Hofi en við þurftum að labba upp ansi marga stiga til þess að komast að þvi.
90_IMG_3030.jpg
Þar fylgdumst við svo með solsetrinu i yndislegu umhverfi i algjörri kyrrð og ró.
IMG_3064.jpg
IMG_3053.jpg Með magnað utsyni enn og aftur! (Aftur myndir eru það eina sem eg get notað til að reyna að lýsa þvi sem við upplifðum þarna)
Við héldum svo til baka daginn eftir, eftir góðan svefn a þessum frábæra stað.
IMG_2602.jpg
Þegar við komum til hanoi varð eg bensínlaus i umferðinni a leiðinni að skila hjólunum, þetta var allt buið að ganga of vel til þess að vera satt haha. Jæja eg ákveð bara að ýta hjólinu til baka enda ekki nema tæpur kílómeter eftir. Nei nei að sjálfsögðu villist eg a leiðinni og enda a að fa einn starfsmanninn i það verkefni að finna mig með bensín og koma mer til baka! Haha bara hluti af ævintýrinu :) jæja nu var komið að síðasta kvöldinu i vietnam svo ekkert annað i stöðunni en að fa ser nokkra drykki og kveðja hvor aðra með stæl. Við áttum mjög gott kvöld sem gerði það að verkum að hvorug okkar var tilbúin i flug morguninn eftir, en áttum baðar!

Posted by saeunn 08:37 Comments (0)

Kambódía

Eftir að fríinu fra flakki lauk lenti eg eftir þrjú löng flug i Bangkok. Þar kom loks að þvi sem eg hef alltaf kviðið fyrir að komi fyrir mig, bakpokinn kom ekki með mer! Eg finn starfsmann sem að kannar málið og eftir um klukkutíma er bakpokinn fundinn og mer lofað að fa hann strax i fyrramálið en fæ greitt fyrir óþægindin, aldrei slæmt að fa sma auka pening 😁
Jæja eg fer a hostelið og bóka strax eina auka nott þar sem eg þarf að bíða eftir bskpokanum. Eg var mjög þreytt eftir öll þessi flug svo eg for beint i rumið.
Daginn eftir vakna eg og enn enginn bakpoki a svæðinu 😕 jæja eg fer ut að skoða þessa stórfurðulegu borg sem eg hafði ekki séð i tæp 4 ar! Ótrúlega endaði eg einhvern veginn a svipuðu svæði og eg gisti a fyrir þessum fjórum árum 😂 eg fann meira að segja sama veitingastað og mall. Auðvitað varð eg að kíkja inn en ekki hafði mikið breyst a þessum árum! Það var frekar furðuleg tilfinning að vera aftur a sama stað, bjóst ekki við þvi að sja þetta aftur a ævinni 😊 eftir skoðunarferðina for eg aftur a hostelið og þa var elsku pokinn kominn! Mikið sem létti yfir mer að fa hann aftur i hendurnar. Öll fötin og dótið mitt og ekki ma nu gleyma að eg er einungis með þennan frábæra poka i láni fra Ölmu frænku 😊 eftir goða sturtu og hrein föt bókaði eg rútu til phnom penh, Kambódíu fyrir morguninn eftir.
Rútan for kl 5 um morguninn svo það var snemma lagt i hann. Ferðin tók um 12 klst og gekk nokkuð vel fyrir sig. Mikið var um folk að reyna að svindla a manni a landamærunum en eg hef gert þetta svo oft að eg vissi nákvæmlega hvernig þetta ætti að ganga fyrir sig og let ekki blekkjast. Þegar eg kom a hostelið mitt i phnom penh fekk eg mer kvöldmat og kynntist tveim strákum, Edson og John, en þeir eru að kenna Ensku i Kína og voru i fríi þar sem chinese new year stoð yfir. Við forum ut i nokkra bjóra en heldur rólegt kvöld. Daginn eftir for eg svo ásamt þremur öðrum a hostelinu að skoða killing fields og S21 prison. Þetta var virkilega yfirþyrmandi dagur en ótrúlegt að sja hugarfar alger gangnvart öllu þvi sem hefur gerst og vilja þeirra að dreifa boðskapnum. Fyrir þa sem ekki vita söguna a bakvið þessa staði (eg vissi það ekki heldur fyrr en eg kom til Kambódíu svo eg skil ykkur vel 😉) þa er um að ræða arin 1975-1979 þegar sa sem var við stjórn ákvað að "byrja upp a nýtt" hann let handtaka alla sem voru vel menntaðir, eða sem litu ut fyrir að vera vel menntaðir (klæðaburður og gleraugu aðallega)og fjölskyldur þeirra ásamt öllum sem sýndu stjórninni mótspyrnu. Þau voru öll færð i fangelsi um allt landið en S21 var það stærsta.
90_IMG_2516.jpg
Þar voru þau pínd þar til þau játuðu glæpi sem þau frömdu ekki. Aðallega snerust glæpirnir um að vera njósnarar fyrir FBI eða önnur lönd og voru þvi að svíkja land sitt. Allir þegnar landsins sem ekki voru handteknir voru sendir ut um allt land og látin vinna a bondabæjum en þar var iðulega vinnutími um 20 klst a dag og nánast enginn matur sem þeim var gefinn. Komur voru teknar fra börnum sinum og jafnvel komur með ungabörn fengu ekki leyfi til þess að gefa börnum sinum brjóst sem leiddi til þess að mörg hundruð börn létust. Meiningin var sem sagt sú að allir hjálpuðu til að framleiða mat, engir peningar væru i landinu og öllu skipt jafnt (sa partur gerðist svo sem aldrei). Einnig atti menning sem fyrir var að verða eyðilögð og voru meðal annars mörg hof, leikhús og bíó sprengd i loft upp, af ríkisstjórninni sjálfri! Þegar for að liða undir lok 1978 fóru öll fangelsi landsins að fyllast og þa sérstaklega S21 og þa fóru að myndastessi svokölluðu killing fields. Þar voru fangar færðir undir þeim forsendum að þau væru að fara i nýtt og betra fangelsi. Þau voru svo færð i hlöðu um miðja nott og með enginn ljós i kringum, þvi enginn atti að fatta hvað væri að gerast. Síðan var einn i einu tekinn ut færður að fjöldagröf og tekinn af lifi.
90_IMG_2477.jpg Þ
arna var folk myrt með alls konar hnífum, hömrum og öðrum tækjum og tólum en byssur voru ekki notaðar. Byssukúlur ar þóttu of dýrar ásamt þvi að vera of háværar en enginn mátti vita hvað var að gerast a þessum stöðum. Á meðan allt þetta for fram var spiluð tónlist sem yfirgnæfði öskrin i fólki er það áttaði sig a hvað væri að gerast. Um landið allt hafa fundist um 3 milljónir líka af mönnum, konum og börnum sem tekin voru af lifi i þessum kringumstæðum. Að fara i gegnum þessa staði var virkilega átakanlegt en meðan labbað er i gegnum allt er maður með heyrnartól og hlustar a söguna ásamt þvi að heyra sögur fra fórnarlömbum sem a einhvern hatt komist af. Átakanlegasti staðurinn er án alls vafa tré sem stendur i miðjum killing fields við fyrstu sýn lýtur þetta bara ut fyrir að vera gamalt stórt tre en sagan sem fylgir er með þvi ógeðslegasta sem eg hef heyrt. Eins og eg sagði þa voru alltaf fjölskyldur allra sem "stafaði ógn af" teknar með i fangelsin, bæði konur og börn.
90_IMG_2489.jpg
Við þetta tiltekna tré voru börn tekin af lifi. Þa voru þau tekin a fótunum og slegið hausnum i tréð þar til þau létust og síðan kastað i gröfina við hliðin á. Mæður þessara barna voru látin horfa a þetta gerast, þær síðan afklæddar, nauðgað og síðan drepnar. Að nokkur maður hefur virkilega getað gert þetta býður svo við mer, þetta er einn mesti hryllingur sem eg hef heyrt af og allt þetta var folk fra sama landi! Þetta gekk yfir i fjögur ar en a meðan a þessum tima stoð var Kambódía algjörlega aflokuð. Það var hvergi hægt að koma né fara ur landi ásamt þvi að öll samskipti við eða fra landinu voru með öllu lokuð. Það sorglegasta er að réttarhöldin yfir stjórnvöldum þessa tima hafa tekið mörg ar. Sa sem stjórnaði öllu lest friðsæll i sinu eigin heimill árið 2009 en þa var ekki enn buið að gera annað en setja hann i stofufangelsi. Eftir átakanlegan dag forum við ut að borða og svo snemma i hattinn. Daginn eftir var svo komið að þvi að færa sig um set og tók eg rútu til Shianaoukville sem er i suður Kambódíu. Eg var ekki lengi að hitta nýtt folk og aður en eg vissi af var eg farin með stórum hop niður a strönd að skoða barlifið. Dagurinn eftir var rólegur og slakað a a hostelinu með Mariu og Matthias sem eg hafði kynnst kvöldinu aður ásamt fleirum. Eg for með mariu niður a strönd i hadegismat og endaði a þvi að tvær konur gerðu threading a baðar lappirnar mínar!
IMG_2523.jpg
Þetta var ekki það þægileg ásta skal eg segja ykkur! Eftir slökun i sólinni forum við til baka og skelltum okkur með fleira fólki a pub crawl! Ótrúlega gaman og endalaust af nýju fólki að kynnast!
Jæja nu sagði eg stopp eftir þessa drykkju og ákvað að fara i sma detox! Skellti mer til Koh Rong Sanloem sem að er lítil eyja rett hja Shianaoukville. Þegar eg kom þangað labbaði eg ut alla ströndina til þess að finna gistingu i hitanum með bakpokann a bakinu! Ekki það léttasta 😅 eg fann loksins dorm en þar voru bara fjögur rúm svo þetta var þægilegt og kosy. Eg hitti svo tvo herbergisfélaga mína en það voru eldri hjón sem voru komin a eftirlaun og ákváðu að flakka um heiminn sem bakpokaferðalangar! Ótrúlegs flott og skemmtileg hjón sem höfðu nóg af sögum að segja 😊 eg labbaði svo yfir a næstu strönd i kvöldmat og fylgist með þessu gullfallega solsetri a leiðinni 😍
IMG_2536.jpg

Dagurinn eftir for svo i algjöra slökun! Eg kom mer fyrir a ströndinni og leið eins og a einkaströnd en eg sa engan annan liggja a ströndina i hvorugri att. Svo bara skellt sér i kristaltæran sjóinn inn a milli til að kæla sig, annars bara goð bók i hönd og notið sólarinnar.
IMG_2547.jpg
Þegar eg kom til baka var nyr herbergisfélaga mættur, Gary fra Írlandi, en við spjölluðum heilmikið saman og þa aðallega um spillta pólitík Írlands og hvað hann óskaði þess að hafa stjórnvöld eins og a Íslandi...
Jæja eftir tvo rólega daga var timi til að halda áfram, enda hafði eg mun styttri tima að gera það sem eg hafði ætlað eftir að hafa tekið mer frí 😁 eg skellti mer til baka til Shianaoukville. A leiðinni a hostelið hitti eg Edson og John! Eg ætlaði að hitta mariu og sendi henni skilaboð að koma að hitta okkur þrjú. Þeir höfðu leigt vespur og buðust til þess að keyra mig i vietnamska sendiráðið þar sem eg þurfti að sækja um vísa. Eftir það keyrðum við sð næstu strönd og fylgdumst með kvöldsólinni setjast hægt og rólega þar. Eftir það héldum við til baka a hostelið og þau þrjú fóru i það verkefni að kenna mer að spila pool! Haha það gekk lika svona vel að eg endaði a að vinna lokaleikinn 😎😎 strákarnir héldu svo a djammið en við María tokum þvi rólega og plönuðum að fara samferða til Ho Chi Minh City daginn eftir með nætur rútu! Það varð nu skrautlegra en við bjuggumst við...

Posted by saeunn 04:50 Archived in Cambodia Comments (0)

Jól, áramót og lok Indlands

Jæja eg er alls ekki buin að standa mig vel her a blogginu en ætla að reyna að bæta það upp asap!
Síðasta blogg endaði i Kerala rett fyrir jól svo eg ætla að reyna að taka upp þráðinn þaðan..Kerala einkenndist af mikill slökun og fóru flestir dagar i það að vakna, borða góðan morgunmat sem Tuuli finnska stelpan sem var með mer a þessum tima sa um að útbúa fyrir okkur :) eftir það var svo vanalega farið a ströndina eða a kosy veitingastað þar sem hægt var að liggja og slaka a. Solina vantaði ekki og solsetrin voru með þeim fallegustu
8D4B5C29CEB0BDF21F35133C64E63A8B.jpg
A Þorláksmessu drógum við svo "secret Santa" svo allir fengu einn pakka. Við forum svo hver sína leið að finna jólagjöf fyrir þann sem við drogum. Auðvitað tókst mer að versla meira a mig sjálfa en fyrir Rob sem eg dróg haha en það var 800kr limit a þvi hvað gjöfin mátti kosta. A Þorláksmessu kvöld keyptum við fiska af sjómönnunum sem að geymdu bátana sína rett hja húsunum okkar.
8D4BB641E5E4283D478D09A476D2CAD3.jpg
Við kveiktum svo varðeld og grilluðum fiskana i honum, eftir sð eg, toby og tom höfðum gert fiskana klara og Tuuli útbjó salat. Ótrúlega góður kvöldmatur og liklega ferskasta fiskur sem finnst! Við drukkum svo örlítið af local rommi og áttum gott kvöld yfir varðeldinum. Þessa nóttina lenti eg i sma "árás" en óþarfi að fara að ræða það eitthvað nánar en að eg var i góðu standi fyrir utan sma sjokk og nokkra marbletti. Dagurinn eftir var þvi ekki alveg sa besti en eg eyddi honum i herberginu hja mark og toby þar sem eg hafði ekki mikið sofið. Sem betur fer var eg umkringd góðu fólki sem hugsaði vel um mig :) þar sem meiri hluti hópsins fagnar jólunum þann 25 en ekki 24 þa var ekki komið að þvi að skiptast a pökkum (heill auka dagur i bið eftir pakka!) við forum ut a fínan veitingastað þetta kvöld og i sma party eftir það.
8D4C93DAF28BC59A6637CDC9EB575256.jpg 8D477D7EA1DCF4402EBB63FB597E8C91.jpg
Það var gott sð dreifa huganum og eg skemmti mer vel þetta kvöld við vorum einu útlendingarnir og dömsuðum með Indverjum fram a nott. Þa komu loksins jólin!
8D4C19E5CB17C884DA0D2F72192898AB.jpg
Gleðin byrjaði strax um morguninn með extra goðum morgunmat. Við spiluðum svo jólatónlist og æfðum jólalag sem að við breyttum textanum við. Viðlagið hljómar svona: There will be curry for Christmas on this side of the globe, biryani for breakfast where no turkey is sold, we will drink chai chai chai under blue Kerala sky"
Rob sa um gítara spil og við skemmtum okkur vel að semja textann og æfa okkur i söngnum haha. Við forum svo i jolasjosund til að kæla okkur niður. Að lokum fóru svo allir heim i sturtu og gerðu sig fínan. Við keyptum dýrari og betri fisk og hófumst svo handa við að elda góðan jolakvöldmat. Strákarnir sáu um varðeld og VIP stelpurnar gerðum kartöflur, salat og fiskinn kláran. Við borðuðum svo ótrúlegs góðan mat með jólatónlist við kertaljós og romm i glösunum. 8D4D00389BFE009A84B7723F8A94BE05.jpg
Algjörlega ný tegund af jólum en voru alveg hreint æðisleg. Við skiptumst svo a gjöfum og eg fekk hágæða geisladisk með indverskri tónlist haha (eg a ennþa eftir að heyra hvernig hann hljómar þar sem ekki er mikið framboð af geisladpilurum) við sungum svo fleiri lög og töluðum um mismunandi jól sem að við höfum att og hverjar venjurnar eru hja okkur.
Daginn eftir forum við að finna utur lestar málum þar sem timi var komin til að fara a næsta stað. Þvi miður voru allar lestar fullar svo við ákváðum að fara með general class! Það þýðir að það eru seldir eins margir miðar og hægt er og folk þarf bara að berjast fyrir sætum! Þetta var síðasti dagurinn okkar sem hópur saman svo við eyddum honum "heima" i rólegheitum og pakka. Eg, toby, mark og tom forum saman daginn eftir með lest til Goa en Tuuli Iiro og Rob fóru suður til þess að fljúga. Lestarferðin var 20 tímar i heildina. Við byrjuðum a þvi að fara i lest þar sem EKKERT pláss var og eg sat hálf ut ur lestinni fyrstu 6 tímana að lesa bókina mína.
8D4D70F8E8928601D9803569890DB0D7.jpg
Það var ekki alslæmt þar sem eg fekk góðan vind og inni i lestinni var mjööög heitt!
Mark spjallaði við nokkra Indverja sem sögðu okkur að fara ut a næsta stoppi og bíða eftir næstu lest. Sú væri með færra fólki og myndi vera sneggri þar sem hún stoppar ekki jafn oft. Við fylgdum þessum ráðum og fengum sæti i næstu lest! Sem betur fer þar sem farið var að liða að kvöldi og við tilbúin i að reyna að fa sma svefn. Það var samt virkilega erfitt að reyna að sofa og þetta var frekar svefn laus nott. Við komum a lestarstöðina um 5 leytið næsta morgun og tokum tveggja tima taxa þaðan a ströndina sem sð við vildum vera a. Við rotuðumst öll þa leið sem var gott. Þegar við mættum komum við okkur fyrir a ströndinni a einum veitingastað og fengum okkur morgunmat. Eg, mark og tom forum síðan að finna gistingu a meðan Toby beið með farangurinn okkar. Það var næstum allt fullt og það sem var eftir var rándýrt! Sem betur fer fundum við einn stað þar sem við gátum gist a þakinu hja einni konu! Haha það var voða kosy þar fengum fína dýnu og gott teppi og moskitonet yfir okkur, gátum ekki beðið um betra 😁
8D48CE8A9C57196ABCF50B1B6FE7CD80.jpg
við drifum okkur svo a ströndina að hressa okkur við og njóta. Við vorum öll þreytt eftir daginn og forum snemma i hattinn. Daginn eftir hittum við Keith sem að Toby hafði ferðast með aður en hann kom til indlands og eyddum deginum að skoða arambol (strand bærinn okkar) um kvöldið forum við svo ut i nokkra drykki og kynntumst nokkrum Dönum og Þjóðverjum. Við keyptum lanterns sem að við skrifuðum nöfnin okkar a kveiktum svo i kerti sem fer inn i hann og slepptum svo hann flaug upp i himininn ótrúlega flott að sja himininn þar sem að hann var fullur af alls konar lanterns. Dagurinn eftir var frekar erfiður i þynnku svo við eyddum mestum deginum a þakinu okkar i rólegheit haha. Seinni partinn ætluðum við að labba inn i skóg sem sð rær nálægt þar sem að guru byr og tekur a móti fólki i te og spjall. Þegar við vorum ný lögð af stað fréttum við að hann væri ekki þar svo við forum bara i kvöldmat. Við fundum svo stað sem var með pub quiz sem við tokum þátt i en töpuðum illa haha. Þa kom að gamlársdegi! Við forum niður a strönd yfir daginn og borðuðum góðan mat og drukkum nokkra bjóra. Svo gerðum við okkur tilbúin fyrir kvöldið. Við hittum svo Keith og tokum taxa með honum til Anjuna sem að er önnur strönd ca 40 min fra sem er aðal party ströndin. Þar borðuðum við kvöldmat og fylgdumst með solsetrinu aður en við forum a party svæðið. Þetta var risa svæði með stórum klúbbum og brjálaðri tónlist! Við drifum okkur beint a dansgólfið þar sem við fengum öll neon málningu a okkur sem lýsti i ljósunum.
180_8D47E870A41EC0A8799FBBF2423F237F.jpg
Gleðin varði þó stutt hja mer...kl 11, klukkutíma fyrir nýja árið leið mer skringilega og for a klósettið þar sem eg ældi ur mer öllu sem mögulega var til i mer! Jeb fullkomin timi fyrir mína fyrstu matareitrun! Eg eyddi næstu 50 min i þessa gleði aður en eg píndi sjálfs mig að fara ut að sja flugeldana a miðnætti. Eg fann strákana og sagði þeim hvað væri i gangi, fann litin bekk a ströndinni þar sem eg sat, ældi og reyndi að njóta flugeldana haha. Eftir að mestu flugeldarnir voru bunir gafst eg upp að reyna að vera lengur þar sem eg var komin með mikin svima og leið hræðilega. Tom var tilbúin að fara með mer heim svo við drifum okkur i taxa og i rumið. Get ekki sagt að þetta voru min bestu áramót! En jæja svona er lifið týpískt stundum :) næstu tvo dagana hélt eg engu niðri og var svo orkulaus að ekkert spennandi gerðist...eg var aðallega i ruminu allan þennan tima. 3.januar kom svo að kveðjustund, Toby og mark fóru aftur til hampi i meira klifur og tom for til Tælands. Það var virkilega skrítið að kveðja þa eftir næstum 5 vikur saman! En það er partur af þvi að ferðast, það kemur alltaf að kveðjustund. Daginn eftir sð þeir fóru byrjaði eg a fimm daga joga námskeiði. Þetta var virkilega strangt námskeið sem var i 4-5 tima a dag og stranglega bannað að borða fyrir námskeiðið. Þetta var samt ótrúlega gott og lærði ekkert sma mikið. Þetta var i iyengar style joga sem er aðallega öðruvísi vegna þess að það er mikið af props notað. Það hentaði vel og hjálpaði mikið með minn bilaða líkama haha fekk sér ráð fyrir bakið, hálsinn og ökklann minn. Eg kynntist helling af frábæru fólki sem að eg eyddi restina af deginum með alla þessa daga. Þar a meðal var bresk stelpa sem heitir Dani sem eg endaði að fara samferða með til Mumbai eftir að námskeiðinu lauk.
Við mættum seint um kvöld til mumbai og að sjálfsögðu villtumst um götur Mumbai i um klukkutíma aður en við fundum hostelið okkar...Daginn eftir hittum við svo "agent" sem að sér um að raða hvítt folk til að koma sem aukaleikarar i bollywood myndir. Hann sagðist ekki bera viss hvort hann myndi hafa eitthvað fyrir okkur þar sem við höfðum bara einn dag en myndi hringja seinna. Við forum og fengum okkur hadegismat og ætluðum svo bara að rölta um og skoða Mumbai. Eftir um 5 min labb kom indverji a okkar aldri að tala við okkur. Hann lúkkaði vel og talaði goða ensku svo við spurðum hann hvar krydd markaðurinn væri. Hann endaði a þvi að labba með okkur þangað og sýna okkur nokkra staði a leiðinni. Eftir krydd markaðinn syndi hann okkur fleiri flotta staði og garða og hann vissi söguna a bak við alla staðina. For meira að segja i göngu i gegnum slum með okkur þar sem hann þekkti nokkra. Eftir það spurði hann hvort við vildum hitta vin hans sem við játuðum og tokum taxa til hans. Við bjuggumst ekki við að stoppa fyrir utan eitt flottasta hótel Mumbai en Raj (vinur okkar sem hafði synt okkur allt) sagði okkur að hann byr þar.
8D49540999145F3C23DAFDE80EF18402.jpg
Við forum inn og kynntum okkur fyrir þessum vini hans. Hann er mjög ríkur maður sem byr a þessu hóteli og með tvo einkaþjóna sem búa með honum! Hann hafði endalaust af ótrúlegum sögum hvað hann hefur gert i lífinu og um sögu indlands. Það var alveg hreint magnað að tala við hann og heyra hvað hann hefur gert. Hann er fæddur og uppalinn i einu af slumi Mumbai en er nu einn af ríkustu mönnum indlands! Þegar for að kvölda sagði hann okkur að hann þyrfti að fara a einn fund en spurði hvort að við vildum koma með honum og vinum hans að borða kvöldmat eftir það. Við vorum að sjálfsögðu til i það svo hann skutlaði okkur a hostelið sagði okkur að vera tilbúnar eftir 30 min. Við reyndum sð finna til einhver fín föt (ekki beint mikið til af þeim i bakpoka lífinu)hann kom svo og sótti okkur og forum að borða. Við vorum eiginlega i sjokki þegar hann stoppaði fyrir utan The Taj Mahal hótel sem að er stærsta og frægasta hótel indlands! Við forum upp a efstu hæð þar sem var utsyni yfir alla borgina og hittum vini hans. Það kom svo rettur eftir rett endalaust og hver annar betri. Alveg ótrúlegt hvernig þessi dagur breyttist fra þvi að vera dagur að "eyða" i að kynnast öllu þessu fólki og borða a stað þar sem mer hefði aldrei dottið i hug að borða a minni ævi! Eftir gott kvöld var okkur skutlað aftur heim af einkabílstjóra hans þar sem hann þurfti að funda og við að vakna snemma i leikkonu hlutverk!
Við vorum sóttar kl 7 um morguninn daginn eftir til þess að starfa sem aukaleikkonur. Við komumst að þvi þegar við mættum að þetta var ekki bara bollywood heldur hollywood mynd með leikstjóranum sem leikstýrði step up! Það var ótrúlega gaman að prófa þetta en guð minn góður hvað þetta tók allt langan tima og þvílíkar endurtekningar, leikkonu lifið mitt endaði þarna það er alveg klart hahah. Eftir þetta lögðum við okkur aðeins aður en við forum i loka verslunarferðina okkar. Við keyptum krydd og alls konar föt og dót þar sem við vorum baðar að fara fra Indlandi daginn eftir. Flugið mitt var þessa nott svo eg pakkaði bakpokanum og spjallaði við folk a hostelinu þangað til það var komið að þvi að fara upp a flugvöll.

Þarna tók eg síðan þriggja vikna frí fra bakpokaflakklífinu en næsta blogg byrjar þegar þvi fríi lauk ☺️

180_8D4E4F740E57D165085528BD9A4C298D.jpg

Posted by saeunn 02:38 Archived in India Comments (0)

Indland!

Síðustu dagarnir i suður Afríku voru teknir rólega bara notið höfðaborgar, skoðað table mountain, sædýrasafn og fleiri vinsmakkanir.
Svo hófst næsti leggur i ævintýrinu, Indland! Charlie sem var með mer i ferðinni fra Windhoek til Cape Town var i sama flug þi og eg til dubai sem var rosa fint. Við fengum okkur rauðvín, spjölluðum OG notuðum wifi i flugvél!😎 eftir það for hann i flug til Englands en eg til mumbai. Flugið var stutt svo eg svaf litið en a þeim tima var akkurat nott a mínum tima. Eg kom mer svo a hostelið og aður en eg vissi af var eg buin að kynnast 5 strákum sem voru a leiðinni ut að skoða borgina svo eg dreif mig með. Fyndið að segja fra þvi en eg var eina stelpan a hostelinu sem synir hvað er litið af stelpum sem ferðast um Indland haha. Alla vega forum við ut að skoða hvað borgin hafði upp a að bjoða. Ótrúlegt hvað maður man vel lyktina sem fylgir Indlandi..tók mig ekki langan tima að rifja upp síðustu ferð! Mumbai er mjög ólík delhi að mjög mörgu leyti. Her er meira um hvítt folk svo það var minna starað a mig en þó nokkrir sem báðu um mynd af mer. Eg er aftur orðin að frægri manneskju hahah. Eftir að hafa rölt um göturnar fylgdumst við með sól setrinu a ströndinni ótrúlega fallegt en virtist vera skýjað vegna mengunarinnar sem er i loftinu her. Við fengum okkur svo góðan local kvöldmat mjög sterkur en ekkert mal að skola þvi niður með bjor. Daginn eftir forum við öll saman að skoða þriðja stærsta slum i heimi Dharavali. Það er innan við fermíla að stærð en yfir milljón manns sem búa þar! Það var alveg magnað að sja hvernig folkið byr þarna. Þetta var ekki jafn sorglegt og búast mátti við af slumi en folkið hefur einhvers konar vinnu þarna. Flestir vinna við að flokka plast og brjóta það niður i litla búta sem er svo endurnýtt til framleiðslu a td plastpokum. Aðrir unnu við að endurnýta málningafötur eða brýna hnífa og annað slíkt fyrir sma pening. Allt eru þetta þó hættuleg störf og litið sem ekkert um varúðarráðstafanirvi miður. Að lokum skoðuðum við svo leðurframleiðslu þar sem framleiðslan fer öll fram, fra þvi að slátra dýrinu og þar til letrið verður að veski! Eg keypti mer litla sæta handtösku þarna sem verður ágætis minning af Dharavali. Seinni partinn kvöðum við svo Robin sem var a leiðinni heim og svo Rob og Tóm sem voru a leið til Goa. Eftir vorum viða þa bara þrjú, eg, Toby og Mark en við ákváðum að fara saman til Goa daginn eftir. Síðasta daginn i mumbai nýttum við i að vera alvöru túristar og forum a aðal tourist attractionið, gateway to india. Það er risa bogi sem stendur við höfnina en þetta er eitt af elstu höfnum heims. A meðan við vorum þarna voru þó fleiri að taka myndir af mer en hverju öðru þarna! Ótrúlegt hvað maður fær mikla athygli af ljósa hárinu! Meira að segja proffessional ljósmyndari sem að myndaði mig með einhverja ró ríkri fjölskyldu 😆 hefði kannsk att að dressa mig betur upp fyrir slíkt, en jæja. Við héldum svo snemma til baka, borðuðum kvöldmat aður en við skelltum okkur i rútuna! Rútan atti að taka 12 tima og yfir nott svo að þetta atti ekki að vera neitt vesen! Einmitt...for ekki alveg svo vel! Loftkælingin var biluð i ruminu minu svo að mer var ískalt alla nóttina! Það var ekki hægt að minnka blástur inn svo það blés ísköldu lofti bæði a andlitið og lappirnar mínar alla nóttina, ekki nóg með það heldur var stoppað a hverjum klukkutíma til þess að fara a klósettið og allir vaktir fyrir það! A endanum tók ferðin 16 klukkutíma af þessu, alveg draumur? Sem betur fer var eg i goðum felagssap við spiluðum goða tónlist og spiluðum ansi mörg spil a þessari ferð. Toby bókaði gistingu fyrir okkur öll þrjú en þegar við mættum a ströndina okkar Colva beach kannaðist enginn við nafnið svo áfram hélt ævintýrið! A endanum fundum við númerið hja eigandanum og hann kom og sótti okkur. Alton, eigandinn, er ungur indverji sem er að reyna að stofna sjálfboðavinnu fyrirtæki en reynir að fjármagna startkostnaðinn með hostelrekstri. Hann byrjaði a þvi að taka okkur með sér i hádegismat a uppáhalds staðnum sinum. Þetta var lítill local staður þar sem við borðuðum i strakofa. Við fengum nóg af curry með fersku sjávarfangi! 😋 alveg ljóst að við vorum komin a ströndina! Eftir matinn forum við svo i sundföt og beint ut i sjó! Þegar sólin for að setjast spiluðu strákarnir svo fótbolta með local strákum. Þegar við komum svo til baka bauð Alton okkur að koma með sér i risa party sem er haldið i leopard valley. Við að sjálfsögðu drifum okkur i hrein föt og af stað. Þegar hann talaði um risa party var hann sko alls ekki að ljúga! Það var risa kastali i miðjunni með DJunum en sitt hvoru megin við þa voru menn með eld að sýna alls kyns kúnstir! I kringum dansgólfið voru svo turnar sem spýttu eldi með reglulegu millibili. Ótrúlega gaman að sja þetta og eiginlega bara local folk a svæðinu, svoo eg eyddi mest öllu kvöldinu i myndatökur!
Daginn eftir forum við með Alton a local stað fyrir morgunmat. Eg er ennþa að venjast þvi að borða sterkan mat i morgunmat en það er ekkert i boði nema curry! Eftir matinn forum við i hljoðfærabuð þar sem bæði mark og toby eru miklir tónlista unnendur og þeir spiluðu allir saman. Ótrúlega fyndið að fylgjast með þeim, eg reyndi að fylgja en tón lausa eg ekki alveg meðetta! Við forum svo til baka og slökuðum a. Um kvöldið forum við svo með Alton til baga sem er bær ca tveim tímum fra Colva þar sem við vorum. Hann vinnur a veitingastað að sja um karaoke a kvöldin svo við ákváðum að skella okkur með og fylgjast með stuðinu. Það voru mörg fyndin lög tekin og gaman að fylgjast með fólki syngja ensk lög með indverskum hreim 😆 eftir sma tima var tekin sa spaða svo allir drifu sig a dansgólfið! Við skelltum okkur að sjálfsögðu með i partyið. Það leið ekki ein mínúta aður en indversk kona bauð mer að dansa með sér og hún kenndi mer öll indversku sporin! Eiginmaðurinn hennar stoð allan tímann hja okkur og tók allt upp a myndband! Hahah þetta var voða skemmtilegt kvöld, en langt þar sem að Alton kláraði ekki að vinna fyrr en 5 um morguninn og þa 2 tima keyrsla heim. Það var þvi tekin sú ákvörðun að sofa ut morguninn eftir. Likamsklukkan min var þó ekki sammála þvi svo eg var vöknuð um 10 leytið. Alton var farinn a fætur lika svo við forum tvö að borða. Við forum svo og keyptum fisk og krydd en planið var að hann ætlaði að grilla fyrir okkur um kvöldið 😃 strákarnir voru að vakna þegar við komum til baka og ákváðum þa að leigja mótorhjól og fara að skoða okkur um Goa. Alton var með eitt hjól sem að hann og Marc notuðu og eg og toby deildum öðru. Utsynið var alveg ótrúlegt allan tímann! Hrisgrjonaakrar og pálmatré um allt og við keyrðum fram hja fólki að vinna, allir að sjálfsögðu misstu andlitið að sja hvítt folk, hvað þa ljóshærða stelpu! Við keyrðum upp hæð að kirkju sem var með útsýni langt yfir Goa.
Eftir það skelltum við okkur a ströndina og syntum aðeins i sjónum. Svo drifum við okkur aftur a okkar strönd,Colva, og spiluðum blak með nokkrum local strákum. Eg var að sjálfsögðu i vinningsliðinu! 😁 eftir það var svo sturta og allt gert klart fyrir grill kvöldsins! Við grilluðum makríl sem við marineruðum i masala kryddi 😋 ótrúlega gott!! Allir voru mjög þreyttir eftir daginn svo við drifum okkur i hattin frekar snemma. Daginn eftir forum við a hjólinu sem við leigðum til Margao sem er næsti stóri bær. Toby keyrði mig fyrst, for svo til baka og sótti Marc. Leiðin tók sma tima og þeir fóru i leiðangur að kaupa miða til Hampi svo eg fekk hálfan dag fyrir mig sjálfa. Eg for a ótrúlega krúttlegan markað og keypti nokkur naglalökk i rólegheitum (loksins að fa sma stelpu tima hehe). Svo fann eg pósthús að senda smá pakka heim...a ekki að vera flókið? Fer a pósthús og sendi ca 200grömm heim? Byrja a þvi að bíða i röð i ca 20 min..Neinei eg er ekki með rétt umslag svo eg fer að öðrum afgreiðslu kassa og kaupi nýtt umslag, fer aftur i fyrstu röðina og klara þetta mal. Neib aftur vitlaust umslag þó að eg keypti það hja þeim! Þa er eg send a markaðinn að kaupa öðruvísi. Jæja þolinmæðin farin að minnka en minni mig a að eg er a Indlandi og lifið gengur öðruvísi her...jæja fer a markaðinn þar sem ótrúlegt en satt hitti eg Toby og Marc! Þeir voru rett komnir þangað að finna mig og eg eiginlega bara labba beint i fangið a þeim! Við forum þa og fengum okkur hádegis mat saman sma meira byriani 😋 svo skutlaði Toby Marc heim svo eg gæti klárað pósthús málið endalausa! Jæja finn búðina þar sem eg a að kaupa rett umslag og syni þeim hvað eg er að senda svo þau geti selt mer rett umslag, eg kaupi það og drif mig a pósthúsið. Önnur korters röð liður og eg fæ aftur nei! Ekki rett umslag! Anda inn...anda ut! Jæja eg bið manninn um nafnið a þessu umslagi sem að hann vill endilega fa þetta i, hvaða svar fæ eg? "Regular envelope!" Eg var næstum þvi buin að missa mig! Aftur hélt eg af stað i búðina að fa nýtt umslag, neinei að sjálfsögðu var buið að loka! Nu var þolinmæðin min aaaalveg a þrotum! Með allt áreitið i kringum mig allan tímann, ein ljóshærð stelpa um göturnar framlög til baka og fæ ekkert nema nei i andlitið fyrir litlum hlut að senda heim! Uff...jæja eg hélt áfram að rölta um með pirringinn inni i mer að finna nýja búð með rett umslög...eg fann loksins búð eftir hálftíma labb og syndi þeim hvað eg vildi senda heim. Þau seldu mer enn eina tegundina af umslagi og eg for aftur a pósthúsið! Aftur beið eg i endalausri röð með alla starandi a mig, folk að taka myndir og svo framvegis...það hélt áfram að reyna vel a þolinmæðina! Það kom loksins að mer og eg rétti manninum, sem var orðinn frekar þreyttur a heimsku mer endalaust að koma með vitlaus umslög, fína nýja umslagið útfyllt af hans kröfum og alles klar. Eg fekk loksins ja!! Eg hélt eg myndi kyssa manninn takk hahah eftir allt þetta stand! Eg hringdi svo i toby og hann kom að sækja mig. Uff hvað eg var hamingjusöm að klara þetta 😆 heilsdagsvverkefni að senda eitt umslag til Íslands! Við drifum okkur niður a strönd að nýta síðustu sólargeislanna og sma dýfu i sjóinn. Um kvöldið for toby svo og keypti kvöldmat fyrir okkur og við borðuðum heima, enda þreytt eftir erfiðan dag! Daginn eftir var síðasti dagurinn okkar a Colva ströndinni. Við ákváðum að kveðja ströndina með þvi að eyð fyrri helmingnum af deginum i leti a ströndinni. Eftir það var svo pakkað og drifið sig til Margao að ná rútunni. Hún var auðvitað sein svo við tölum þvi rólega a gangstéttinni með nokkrum heimilislausum hundum :( gaf þeim sma brauð og vatn haha :) þegar við forum svo i rútuna að lokum voru Rob og Tom mættir i hana þar sem þeir voru norðar en við. Það voru skemmtilegir endurfundir þar sem við forum yfir hvað við höfðum gert síðustu daga. Við tók svo spennandi nott i rútu sem var ísköld og eg deildi rúmi með einhverjum ókunnugum Indverja sem hætti ekki að stara a mig! En strákarnir voru allir i kringum mig svo eg var nu alveg örugg, með fjóra að vernda mig! Morguninn eftir mættum við til Hampi eldsnemma og drifum okkur að finna hostel. Við þurftum að taka bát yfir eina litla a til þess að fara a backpackers hverfið. Við fundum kosy hostel þar sem við borguðum 300kr fyrir nóttina! Við reyndar sváfum uti, með dýnu og moskitonet yfir okkur. Eftir að við náðum að tékka okkur inn leigðum við hjól aftur og forum i skoðunar leiðangur! Hampi minnti mig að mjög mörgu leyti a Spitzkoppe i Namibíu en náttúran er eins og ur öðrum heimi! Ekkert nema rauðir steinar sem lita ut fyrir að hafa verið raðað saman! Við keyrðum i gegnum fleiri hrísgrjónaakra en það minnti mig helst a Tilda hrisgrjona auglýsinguna það sem Indverjar eru að setja niður græn strá i vatn! Það var það sem var að gerast alls staðar i kringum mig. Við forum að little lake það sem hægt er að stökkva fram af klettum ofan í vatn. Fallið er i kringum 5 metrar og þvílíkt adrenalín að stökkva ofani! Eftir að maður lendir verður maður að vera snöggur upp og byrja að synda þar sem að áin er frekar straumhörð. Eftir sundið ætluðum við svo að skella okkur i næsta bæ að skoða okkur um. Við náðum þó ekki langt en eftir ca korter sprakk a dekkinu hja Marc svo við urðum að fara til baka að stússast i þvi og fa viðgerðarmann og svoleiðis. Svo við forum bara a barinn i nokkra rólega yfir spilum um kvöldið. Daginn eftir forum við aftur yfir ana að skoða öll hofin sem eru að finna þeim megin við. Ótrúlega stór og glæsileg hof sem eru þar allt i kring og hafa verið i mörg mörg ár. Við stoppuðum i hádegismat a einu götuhorni og fengum einn besta rett sem að eg hef smakkað i þessari indlands ferð! Hann heitir gobi rice en það eru sem sagt hrísgrjón með steiktu blómkáli og grænmeti😋 við flökkuðum svo a milli hofa, eg var yfirleitt 20 min lengur en allir aðrir þar sem eg var mest megnis föst i myndatökum með alls konar fólki! Alveg hreint yndislegt að fa svona athygli, sérstaklega fra sætum litlum skólakrökkum sem voru greinilega i vettvangsferð um hofin og höfðu greinilega ekki séð mikið af ljóshærðu fólki. Eftir kvöldmat forum við svo upp i klettana og horfðum a stjörnurnar. Við saum ótrúlega mörg stjörnuhröp og geimstöð sem flakkaði fram og til baka yfir sjóndeildarhringnum. Svakalega róandi að horfa a stjörnurnar i þessari kyrrð sem liggur yfir fallega Hampi.
Daginn eftir var afmælisdagur tobys! Við byrjuðum daginn extra snemma og vorum komin upp i kletta fyrir sólarupprás til þess að klifra. Toby og Marc eru miklir klifrar heima svo þeir mættu með allar græjur. Við hin reyndum okkar besta að klifra með þeim, nokkuð skrautlegt! Þar sem minnstu skornir i boði voru 44 var þetta frekar flókið fyrir mig en eg klifraði nokkra! 😁 eftir það var svo farið i morgunmat og sma afslöppun. Við forum svo a hjólunum að vatninu i sma sundsprett og hoppa fram af klettinum. Það var svo tekið létta lögn i sólinni til að þurrka okkur. Næst forum við i hádegismat og redduðum meira að segja afmælisköku 😉 næst tók við að skella sér i næsta bæ að kaupa sma áfengi fyrir kvöldið en þar sem Hampi er heilög borg með öllum sinum hofum er áfengi ekki leyft og ekkert kjöt hægt að fa a svæðinu. Ferðin var mjög skemmtileg, við toby deildum hjóli og skiptumst a að keyra um brjálaðar götur indlands en eg atti i mestum erfiðleikum að muna hvorri akgreinninni eg atti að vera a! Útsýnið allan tímann var eins og i ævintýri. Ekkert nema stórir hrisakrar og falleg fjöll sem tóku við af þeim. Folk að vinna a hrísgrjónaökrunum og fallegir fuglar að stelast i vatnið og grjónin 😍
Við forum svo i Monkey Temple en þar þarf að labba upp 700 þrep til þess að komast að hofinu! Þar fylgdumst við svo með solsetrinu með útsýni yfir fjöllin, akrana og hofin alveg magnað! Um kvöldið mættu svo Tuuli og Iiro en Rob og Tóm kynntumst þeim i Goa. Við forum öll saman að borða en aður en kvöldið for lengra en það voru allir svo bunir a þvi eftir langan en góðan dag svo við vorum komin i rumið um 9 leytið.
Næsti dagur var síðasti dagurinn okkar i Hampi. Við forum að skila hjólunum og ganga fra lestarmiðunum við eyddum svo goðum tima i slökun en við var að taka 48 tima ferðalag! Við forum svo með síðasta batnum kl 5 og fengum okkur aftur gobi rice hja vininum okkar a horninu! Hann gerði svo masala franskar fyrir okkur lika og einhvern spínat bauna rett allt alveg ótrúlega gott og við orðin vel södd fyrir ferðalagið! Við skelltum okkur svo með strætó a lestarstöðina. Við vorum mjög snemma i þvi vegna þess að siðast báturinn for snemma svo við tokum þvi rólega a lestarstöðinni. Aður en við vissum af var buin að safnast hópur af fólki i kringum okkur! Þetta var sma tilfinning eins og vera dyr i dýragarði haha við bara sátum að lesa eða hlusta a tónlist og folk bara stoð og starði, benti og hvíslaði st a milli hahah. Fyrsta lestin sem við forum i var um 15 klukkutímar til Bangalore. Ferðin gekk að vísu hægt en þetta var yfir nott svo við reyndum að sofa sem mest. Eg fekk efstu koju svo eg var i ágætis næði. Þegar við mættum svo til Bangalore skildum við töskurnar okkar eftir og forum að rölta um borgina, höfðum 12 tima að eyða fyrir næstu lest. Við gengum um göturnar og fundum garð sem við ætluðum að slaka a i. Garðurinn heitir freedom park en við komumst að þvi að þar er ekki mikið gras og bannað að labba eða setjast i það litla sem var! Þetta var fyrrum fangelsi sem buið var að breyta i almenningsgarð. Við þvi miður fengum litla forsögu þar sem allt var einungis skrifað a hindú. Við röltum áfram að finna okkur hádegismat. Við fundum indian coffee house en það er alveg týpískt local að fara i svoleiðis i hadegismat. Þar fengum við masala dosa sem er einhvers konar kartöflu pönnu kaka með masala kryddi og kaffi með. Við röltum svo i annan garð þar sem strákarnir spiluðu sma fótbolta með litlum strákum þar haha a meðan var eg i myndatökum með foreldrunum...við enduðum svo a þvi að slaka taugarnar með einum köldum aður en að við forum i næstu lest, 14 tímar framundan, baah. Flestir voru þreyttir eftir daginn svo byrjuðum a sma lúr en spiluðum svo aðeins um kvöldið. Nuna var eg ekki jafn heppin en var i neðstu koju i þetta skiptið. Eg var sí vaknandi um nóttina og i hvert skipti með einhvern starandi a mig! Það voru tveir Indverjar a móti mer sem eg vakmaði a einum tímapunkti með þa baða sitjandi alveg ofan i andlitinu a mer og bara störðu. Alveg sama þó eg vaknaði nei nei þeir bara störðu áfram. Jæja við komumst að lokum til Alleppey sem við ætluðum að lata verða loka áfangastað. Við vorum fljót að snúast hugar þegar við saum staðinn! Rusl og drasl a allri ströndinni og ekkert heillandi sjórinn. Við ákváðum að finna wifi og skoða hvort að það væri ekki eitthvað betra i boði i kring. Þa fundum við Varkala ströndina! Ákváðum að skella okkur þangað frekar, en það þýddi 5 tímar auka i lest vúhú! Þegar við loksins komum var svo næsta verkefni sð finna stað að gista a! Það tók okkur sma tima en fundum ágætis stað sem myndi duga þessa nott a meðan við vorum bara 5, en Tuuli og Iiro komu daginn eftir. Eg, Rob og Tom skelltum okkur svo strax i sjóinn að skola af okkur síðustu sólarhringa! Við forum svo i bjor sem smakkaðist aðeins of vel eftir stressið! Við drifum okkur svo til baka og náðum i toby og Marc og skelltum okkur i kvöldmat. Aðalgatan i Varkala er a brún sem tekur svo við klettur fram i sjóinn. Það er þvi ekkert annað hægt a svona stað en að borða sjávarrétti i kvöldmat! Við drifum okkur svo snemma i hattinn enda þreytt eftir langt ferðalag. Daginn eftir hittum við Tuuli og Iiro a meðan við borðuðum morgunmat. Dagurinn for svo i rölt um allt að finna besta staðinn fyrir okkur öll 7 að eyða jólunum saman! Að lokum fundum við stað sem er alveg einn og það þarf sð labba litin stig i gegnum pálmatrjáa skóg til þess að komast að staðnum. Þar voru svo tvö hús, með tveimur herbergjum hvort og svo eldhús i öðru húsi. Við vorum klarlega buin að finna staðinn til þess að halda jól saman! Við drifum okkur svo i sjóinn og i mat og drykk að fagna vel fundnum stað og goðum degi.

Posted by saeunn 06:30 Comments (0)

Lok Afríku

Botswana - Namibía - Suður-Afríka

Jæja eftir þessa góðu nott við Baoba trén lögðum við af stað til Maun. Ferðin var ekki of löng svo við vorum komin skikkanlegum tíma a tjaldsvæðið. Eftir að tjöldin voru komin upp for ég i léttan sundsprett i lauginni a svæðinu. Vatnið kemur beint úr ánni sem rennur við Maun svo laugin var meira græn a litinn en annað...voða smekklegt. Seinni partinn fóru nokkrir i flug yfir Okavango Delta en það var svefn staðurinn okkar daginn eftir. Restin af hópnum fóru saman a barinn og tokum því rólega þar.
Daginn eftir var svo komið að Delta! Við vorum sótt snemma um morguninn og fórum a briefing þar sem farið var yfir hættur og annað slíkt þar sem mikið er af fílum og floðhestum a þessu svæði og oftar en ekki erum við að tjalda a stöðu, sem dýrin kjósa að borða a...jaja spennandi að vakna við floðhest borða við tjaldið sitt? Eftir briefing keyrðum við að vatninu en við fórum svo tvö og tvö saman i kanó með dótið okkar og svo polar fyrir aftan okkur sem sigldi með okkur að svefn staðnum okkar. Leiðin tók ca tvo tíma en var með því fallegra sem ég hef séð og klárlega minn uppáhalds staður i Botswana!
37A80349ADC7C977FAA18A63BAC5085C.jpeg37A30779D047324F92029315F1B68D34.jpeg379E699BDB0AAF62356B51524230886B.jpeg
Við hittum nokkra fíla a leiðinni sem voru slakir að borða og fá sér vatnssopa. Þegar við komum svo settum við upp tjöldin og skelltum okkur svo i vatnið, svona 70% öruggt að hitta ekki a dyr þar sem vatnið var frekar grunnt. Góðar líkur? Ég alla vega skellti mer út í en það var ekki einu sinni helmingurinn af hópnum sem for :)
37B896EF05AC4C32A91FD5FAA24D9860.jpeg
Eftir sundsprettinn fengum við svo traditional hádegismat sem voru einhvers konar bollur sem maður setti svo sultu og ost inní. Þegar við vorum að ganga frá eftir matinn byrjaði að rigna svakalega! Polarnir voru ekki lengi að henda upp litlu skjóli fyrir okkur en þar sem það var mikill vindur urðum við öll rennandi. Rigningin er mjög mikilvæg i Botswana og meira að segja heitir gjaldmiðillinn þeirra pula sem þýðir rigning svo rigningunni var vel fagnað. Sem betur fer stytti þó upp um 4 leytið svo við gátum farið i game walk. Þa fórum við og skoðuðum umhverfið i kringum okkur. Við hittum nokkra sebrahesta sem við náðum að komast ótrúlega nálægt þeim áður en þeir hlupu burt. Svo hittum við einn fíl sem að við fylgdumst með borða og rölta um. Þegar við ko,um til baka var komin kvöldmatur. Eftir matinn sungu polarnir fyrir okkur fullt af lögum við varðeld a meðan við borðuðum grillaða sykurpúða :) söngurinn var ekkert smá flottur, síðasta lagið var svo a ensku og við sungum öll með en það er lag sem folkið syngur þegar það hefur veitt dyr og er að elda það textinn er ekki flókinn " beautiful animal, beautiful animal. I will never forget beautiful animal." Eftir sönginn spiluðum við nokkra leiki og drukkum nokkra bjóra. Sem betur fer hittum við engin dyr en einhverjir heyrðu þó i þeim við árbakkann um nóttina. Um morguninn fórum við svo aftur i kanóana til baka. Og aftur a tjaldsvæðið þar sem við fórum aftur i trukkinn okkar, Denver, en framundan var langur keyrsludagur. Ótrúlegt hvað landslag getur breyst a skömmum tíma en við fórum úr þvílíkt grænu umhverfi þar sem vatn var alls staðar og tré yfir i eyðimörkina Kalaharí. Þegar við komum fórum við i göngu með bushman fólki sem sýndu okkur ýmsar rætur sem þau nota til matargerðar eða sem lyf. Einnig er ein trjátegundir sem þau nota sem tannbursta og önnur sem sápa! Þetta var rosa fræðandi og ótrúlegt að hlusta a þau tala en þau tala klikk mál.
large_37996B5791B7271C4689934E910059D6.jpeg3794090F0E3ADAE467ED85079D87DCF1.jpeg
Næsti dagur for i næsta border crossing og komið að því að fara til Namibíu! Við keyrðum mest allan daginn og enduðum i höfuðborginni Windhoek. Þa kom að stóra deginum!! Hótelherbergi, sturta vá! 😍 sjaldan upplifað jafn góða tilfinningu haha! Um kvöldið fórum við út að borða þar sem hægt er að fá alls konar kjöt. Ég fékk a spjóti krókódíl, sebrahest, springbok og oryx. Ótrúlega gott 😃 þetta var síðasta kvöldið hja 3 i hópnum og þrír nýjir bættust i hópinn svo þetta var stór hópur sem for að borða saman.
Morguninn eftir vöknuðum við extra snemma til að reyna að vera komin sem fyrst a næsta áfangastað, Etosha national Park! Við vorum komin a agætist tíma og fórum beint i game drive þar sem við saum ýmis dyr, gíraffa, fíla, sebrahesta, antilopur og svo framvegis. Eftir það tjölduðum við og fórum að water hole. En það er manngert vatnsból fyrir dýrin a svæðinu og a einum hlutanum af því er hægt að fylgjast með dyrunum koma og drekka i náttúrulegu umhverfi sinu sem er alveg hreint magnað! Þegar við komum voru nokkrir fílar og gíraffar að drekka. Að sjá gíraffa drekka er líklegast eitt það fyndnasta sem ég hef séð! 😂😂 þeir geta ekki beygt hnén i retta att fyrir þetta svo þeir setja fæturnar i sundur eins og þeir séu að fara i spíkat og drekka, þegar þeir eru bunir sveifla þeir svo hálsinum ótrúlega hratt upp og skvetta þar með vatni út um allt! Eftir að hafa hlegið af þessu i smá tíma drifum við okkur i kvöldmat. Þegar við vorum að klára að borða kom Julia hlaupandi og let okkur vita af því að það væru komnir nashyrningar! Við drifum okkur að fylgjast með þeim en það voru 3 fullvaxnir og tvö börn! Þetta voru meira að segja black rhinos sem talið er að séu i heildina um 100 stk til i heiminum svo að sjá 5 er ótrúlegt! Þarna sá ég síðasta dýrið af the big 5 en það eru fílar, buffalos, ljón, nashyrningar og blettatigur. Þetta eru big 5 vegna þess að þetta eru hættulegustu dýrin sem er veidd af mönnum.
Morguninn eftir fórum við i annað game drive i Etosha. Við byrjuðum a því að sjá jackos borða gíraffa! Það var eignlega ekkert eftir af gíraffa um svo jockarnir voru inni i rifbeinunum að naga það sem eftir var. Stuttu seinna saum við svo ljón rölta um götuna eins og hann ætti svæðið...sem hann líklegast gerir.
Seinni part dagsins eyddum við a sundlaugarbakkanum i rólegheitum að sleikja sólina. Um kvöldið fórum við svo aftur að vatnsbólinu og saum fleiri nashyrningar, gíraffa og fíla. Eftir smá tíma heyrðust þvílík læti frá tveimur nashyrningunum og þeir komu sér i stöðu fyrir slagsmál! Þa heyrðist i einum fílnum eins og hann væri að segja þeim að hætta þessari vitleysu og nashyrningarnir löbbuðu báðir burt. Magnað að fylgjast með þessum dyrum!
Daginn eftir drifum við okkur af stað i áttina að Spitzkoppe sem var næsta tjaldsvæði. A leiðinni stoppuðum við i litlum þjóðgarði en þar skoðuðum við tré sem voru búin að breytast i steina! Trén voru 200-280 milljón ára gömul og skoluðust til eftir síðustu ísöld en urðu þar fyrir miklum þrýstingi að þau u,breyttust i stein. Steinarnir eru ca 6 sinnum þyngri en eðlilegur steinn og stærsta tréð a þessu svæði er meira en 30 metrar. Áfram héldum við en næsta stopp var þar sem við skoðuðum steina sem var grafið i fyrir hundruðum ara. Ótrúlegt að sjá hvernig bushmen höfðu samskipti og deildu upplýsingum með hvor öðrum. Þarna var t.d risastórt kort þar sem búið að merkja inn hvar var að finna vatn og a hvaða svæðum hvaða dyr héldu sig. Eftir þessa skoðun komum við að tjaldsvæðinu en gleðifréttir! Ef að við vildum máttum við sleppa því að tjalda og sofa undir berum himni, já takk! Svo i stað þess að tjalda var bara opnaður einn kaldur og beðið eftir síðustu vettvangsferð dagsins :) við röltum svo með leiðsögumanni að bushman paradise en það er risastór hellir þar sem búið var að mala alls kyns myndir. Þar var hægt að sjá fleiri leiðbeiningar, kort og fjölskyldur alveg ótrúlegt að hugsa til þess hvað þetta er búið að vera þarna lengi!
Um kvöldið var svo kveiktur varðeldur og spilaðir ýmsir leikir áður en við náðum i dýfurnar okkar og sváfum undir stjörnunum. Þetta er líklegast uppáhalds tjaldsvæðið hingað til með stærstu fjöllum Namibíu i kringum okkur, rauðir steinar og sandur allt i kring. Leit næstum út eins og einhver hafði raðað steinunum upp!
37FAA93B9BB3EC1F56BFE1B9B69AC93A.jpeg
Næsta dag var svo sannarlega ekki erfitt að koma sér a fætur enda komið að stóra deginum! FALHLIFARSTÖKK! Við keyrðum 2-3 tíma áður en að við komum til Swakopmund þar sem við eyddum tveimur nóttum. Byrjuðum að fara i activity center að bóka það sem við vildum gera a þessum dögum sem við höfðum. Ég bókaði fallhlifastökkið og sandbretti.
Eftir það fórum við i næstu Paradís, RÚM! Við komum okkur fyrir i dormi með þvílíkt mjúku og góðu rúmi 😍 svo drifum við okkur i hádegismat. Eftir matinn var komið að því. 😃 við þurftum að undirrita alls konar skilmála og slíkt um að það væri ekki fyrirtækinu að kenna ef að eð kom uppá og hvort að við værum i góðu líkamlegu standi. Francois kíkti a mitt eftir að ég kláraði að fylla það út og var ekki sáttur með mig að segja ekki frá bakmeiðslunum sem höfðu verið að hrjá mig síðustu daga. Hjúkkurnar i hópnum sögðu að það væri allt i lagi að stökkva svo ég treysti þeim 😉. Það var i fyrsta skipti vel skýjað i ferðinni svo sumir voru óvissir hvort það væri eð spennandi að stökkva þann dag en a endanum fóru allir. Það fóru tveir úr hópnum i hverja flugvél ásamt stökkvurunum og myndatökumönnum. Það voru bara tvær flugvélar og við 18 svo þetta tók dágóðan tíma, 20 mín flug áður en kemur að því að stökkva. Auðvitað var ég i síðustu vélinni en frekar töff að vera síðasti stökkvari dagsins 😎 flugvélin fer upp i 3 km hæð og þar er stokkið. A leiðinni upp spjölluðum við aðeins og kom i ljós að myndatökumaðurinn minn var eigandinn, hann horfði a kallinn sem stökk með mer og sagði "you have the crazy one today" haha! Við fengum leiðbeiningar hvernig a að koma sér út, setja fæturnar botnar undir vélina fetta bakið og horfa upp. Svo bara 1,2,3 og út! Þa tók við frjálsa fallið, yfir 200 km hraði sem maður er a i ca 30-40 sek 🙃 ótrúlegt alveg! Eina var að út af skýjunum sa maður ekki jörðina og gerði sér ekki fullkomlega grein fyrir hversu hatt uppi maður var. Eftir frjálsa fallið kippir kallinn i fallhlifina og við svifum yfir skýjunum 😍 hægt og rólega svifum við inn i skyjin! Þetta var eins og draumur, ég get i alvöru sagt að ég hef verið inni i skýjum i rólegheitum hahaha! Eftir skýin saum við loks jörðina en vorum ennþá frekar hatt uppi. Þa segir hann við mig jæja crazy ertu tilbúin! Auðvitað! Hann byrjar að fara með mig i alls konar hringi fram og til baka þetta var eins og þvílíkur rússíbani áður en að við lentum, snilldin ein! Eftir að ég lenti skaluðum við i einum drykk með staffinu og eigandinn splæsti meira að segja drykk a mig fyrir að vera klikkhaus dagsins 😆😁 svo var brunað a hostelið og allir dressuðu sig upp þar sem loksins var komið að því að taka almennilegt partý kvöld saman! Allir voru með nóg adrenalín i kerfinu svo kvöldið var virkilega gott!
Morguninn eftir þurftum við að vakna 8 eftir kannski 2-3 tíma svefn haha þar sem við vorum að fara a sandbretti! Ég, Sarah, Helen, Julia og Michael hoppuðum i föt og i rútuna sem sótti okkur. Þegar við vorum komin út i eyðimörkina fengum við snjóbretti og hjálm og svo var labbað af stað...uff. Eftirlit iðin svefn, i snjóbrettaskóm að labba upp sand öldur? Það var ekki það léttasta...jæja upp komum við lærðum að setja vax a brettið og svo byrjaði kennslan...auðvitað var einn gæji með okkur sem er atvinnu snjóbrettakall svo við litum út eins og fífl i samanburði haha. Ég og Sarah vorum virkilega duglegar að sitja/detta/liggja i sandinum 😁 Helen og Julia eru vanda snjóbrettum svo þær voru fljótar að ná þessu eeeen ekki við haha. Eftir nokkrar ferðir upp og niður vorum við alveg farnar að ná þessu. En alltaf .urftum við að labba upp uff! Við tokum svo eina ferð liggjandi a maganum niður aðra brekku og náði ég hraðasta tímanum af stelpunum 70km! Það var ótrúlega gaman! Eftir þennan snilldar morgun tókum við allar smá lúr Hahah, nýta tækifærið þegar rúm er i boði!
37F5FD41F720BB0EA83653D166673C47.jpeg
Seinni partinn fórum við svo og saum videó frá deginum og fengum a dvd disk. Við tokumsvo rólegt kvöld og nýttum tækifærið þar sem við komumst a net.
Morguninn eftir vorum við sótt og fórum að skoða úthverfi og kynnast siðum þeirra og mismunandi ættbálkum. Það eru þrír ættbálkar sem búa a svæðinu og áður fyrr máttu engin samskipti fara fram þeirra a milli. I dag búa þau þó öll saman og guideinn okkar sagði að það hefur hjálpað samfélagi mikið. Það var ótrúlegt að fara úr miðbænum sem leit nokkuð vel út yfir i þessi hverfi, fátæktin er alveg ótrúleg. Við byrjuðum að fara til konu sem er með leikskóla heima hja sér og er af Herero ættbalknum. Hún sagði okkur frá þeirra siðum og trúum. Flestir eru kristnir en biðja einnig til reyksins. Þar er alltaf farið til frændans ef eitthvað amar að og hann biður til reyksins með manni. Frændinn er líka sa sem samþykkir brúðkaup og annað. Ástæðan er sú að pabbinn getur alltaf farið þar sem að hann er ekki bloðskyldur mömmunni, en bróðir hennar getur aldrei farið. Kýr eru mjög mikilvægar og eru konurnar klæddar i föt sem eiga að tákna kúnna. Næst fórum við til Tamara konu en hún kann a ýmsar plöntur og hvernig hægt er að nota þær til ýmiss. Hún syndi okkur hvaða plöntur a að nota til að grennast, verða olettur, við tannpínu og annað slíkt. Barnabarnið hennar var a svæðinu og gerðist nýja besta vinkona mín. Hún sat a mer allan tímann og tók myndir a símann minn haha. Eitt fallegasta barn sem ég hef séð! Og svo kruttleg, kenndi mer meira að segja nokkr ný trix a símann minn...alltaf gott að læra af 4 ára barni hvernig a að nota símann sinn? Að lokum fórum við svo a local bar þar sem við fengum bjór (kl 10 um morguninn) og með því fylgdu svo ormar að borða...ég smakkaði einn en let það duga. Svo kom kór og söng fyrir okkur nokkur lög, ekkert smá flott hja þeim, ég var með gæsahúð allan tímann! Eftir sönginn var okkur skutlað aftur i Denver en við höfðum ekki verið i honum i nokkra daga svo það var gott að komast aftur "heim" við tók langur dagur af akstri að næsta tjaldsvæði. Aftur fengum við að sofa úti svo við þurftum ekki að setja upp tjöldin! Vúhú! Sumir fóru i desert walk eftir að við komum en ég ákvað að sleppa því i þetta skiptið. Ég sat með Joss sem er guideinn okkar og hún spurði mig um svo margt varðandi Ísland. Henni finnst það alveg magnað að það geti verið snjór til og jöklar. Ég syndi henni myndir og hún var alveg dolfallin. Ég sagði henni að ef hún kæmi þa myndum við snúa þessu við, ég yrði guideinn og hún fylgjandinn. Ég hjálpaði svo til við eldamennskuna en i matinn var týpískur suður-afrískur matur kallað brye. En það er eins konar grill. Um kvöldið settum við svo út dynurnar okkar, lágum undir stjörnubjörtum himni og hlustuðum a sebrahesta sem voru að fá sér að drekka rétt hja okkur, þvílíkur draumur! Þar sem við erum alveg við miðbaug reis tunglið upp eins og sólin rétt eftir að við komum okkur fyrir, ótrúlega flott að sjá það birtast a milli sand aldanna i fjarska. Það var ekki erfitt að sofna i þessum aðstæðum.
Morguninn eftir var eð erfitt að komast a fætur, langtíma þreytan var eitthvað farin að segja til sin hja mer. Francois tók það nú ekki i mál og dróg mig a dýnunni þangað til ég samþykkti að fara a fætur hahah! Goð byrjun a deginum! Þetta var virkilega viðburðarrikur dagur og ekki i boði að vera þreyttur!
Eftir morgunmat keyrðum við a tjaldsvæðið en það var ekki nema 4 tíma keyrsla. Við settum upp tjöldin okkar og drifum okkur af stað i fyrstu göngu dagsins. Sossuvei gil er litið gil en ótrúlega flott og hægt er að sjá hvernig það hefur myndast a mörg þúsund árum. Við tokum nóg af myndum og nutum þess að vera i skugga þar sem að hitinn var kominn vel yfir 40 gráður og ekki komið hádegi!
37C15AECAE81DB7C409530D7B63A607A.jpeg
Eftir gilið fórum við til baka a tjaldsvæðið i stuttan hádegismat. Þar var allt rafmagn farið af og ekkert vatn! Við sem ætluðum að fá okkur ís i desert til þess að kæla okkur niður :(. Jæja aftur i Denver og keyrt af stað út i eyðimörkina! Við tók svo tveggja tíma labb i Namib eyðimörkinni, i hádeginu og ég vil ekki einu sinni víga hitann a þessu stigi! Uff...jæja við komum að uppþornuðu oasis þar sem var að finna 800 ára gömul dauð tré! Ótrúlegt! Vatnið a þessu, stað þornaði upp fyrir ca 550 árum síðan en þar sem hitinn er svo mikill rotna trén ekki og standa bara a sinum stað! Ótrúlegt að sjá þetta!
37C5DB3BEC605E4664E91EF723FAA793.jpeg
Eftir þessa göngu tokum við smá hvíld og drukkum vel af vatni! Fólk var misvel stemmt fyrir síðustu göngunni, enda erfiðasta gangan eftir, upp stóra sand öldu! Við sátum i klukkutíma að drekka vatn og hvíla okkur frá sólinni áður en að við héldum af stað. Ég, Sarah og Julia drifum okkur af stað fyrstar þar sem við gátum ekki setið lengur og við vissum að gangan tæki tíma. Joss sagði að þeir sem ganga hratt gætu gengið þetta a 40-50 mín en meðalhraðinn er yfirleitt 1,5 klst. Við fórum upp a 22 mín! Hetjur dagsins i hitanum að labba upp sand, i hverju skrefi sekkur maður niður en þetta var fínasta hreyfing! Það var mjög gott að vera uppi bara þrjár, ná goðum myndum áður en restin af fólkinu mætti. Smám saman týndist fólk upp en nokkrir náðu ekki að fara alla leið upp. Við sátum og spjölluðum og horfðum a sól setrið yfir eyðimörkinni 😍 Francois sagði við okkur að eftir sólsetur þyrftum við að fara "straight down" svo við Sarah og Julia tokum hann a orðinu og hlupum niður! Tók okkur 20 mín upp, 2 mín niður! Ég held að hálf eyðimörkin hafi verið i skónum okkar eftir þetta! En virkilega gaman, allt til a videó 😉
Við drifum okkur svo til baka þar sem tjaldsvæðið lokar stuttu eftir sólsetur. Allir voru virkilega þreyttir eftir daginn svo fólk for beint i rumið!
37ED5028A658D76CBED0A3E6B745A6DC.jpeg37E89EDEFD6D17E4799ADE83D8056973.jpeg37F13DF302FEC7A40C5D60EA037381F5.jpeg
Daginn eftir tók við langur keyrsludagur, 11 klukkutímar i hitanum að keyra...uff langt síðan við tokum svona langan keyrsludag. Við fengum aftur leyfi fyrir því að sofa úti svo engin tjöld sett upp vuhu! Hahah tjöldin eru orðin vel þreytt eftir 30 og eitthvað marga daga! Svo drifum við okkur að Fish River Canyon. Næst stærsta gil i heimi, a eftir Grand Canyon! Ótrúlega flott og svo gríðarlega stórt að það var virkilega erfitt að átta sig a því! Við röltum meðfram því ca klukkutíma og enduðum svo a main viewing point þar sem Joss og Francois voru búin að setja upp vin, osta og kex 😋 þar fylgdumst við með solsetrinu i fullkomnu umhverfi, þetta var svo ljúft!
37E453FB07EFFAD623A9CC054A15F80F.jpeg37D2A2B2BDFE2FF1801F30CDD8C58B99.jpeg37CC7CF1BB9AC4E4769242B8D7FD7BD4.jpegAllir voru orðnir frekar léttir a því eftir sólsetur svo við höfðum kosy partý við varðeld þegar við komum til baka, tokum svo út dynurnar okkar og horfðum a stjörnurnar. Um morguninn vaknaði ég við Charlie en hann stökk a fætur. Þa var api rétt hja okkur að fyljast með okkur og Charlie gjörsamlega fríkaði (hann er einn af nýjustu i hópnum svo hann er ekki jafn vanur dyra lífinu og við hin) hann stökk yfir mig og Söruh, við rett svo litum upp saum apann skipti okkur ekki miklu máli og héldum áfram að sofa hahaha. Charlie svaf ekki meir, heldur for inn i bil og beið þar. Hann kom svo og talaði við okkur þegar við vöknuðum og sagði að við værum aðeins of klikkaðar...við sögðum honum að við höfum nú verið með klikkaðari dyr i kringum okkur yfir nætur og apar skiptu okkur ekki miklu máli! Haha :)
Næst var svo haldið af stað að Orange River þar sem planið var að fara a kayak. Því miður var vindurinn of sterkur fyrir það þegar við komum svo við eyddum deginum a sundlaugarbakkanum með kokteil :) um kvöldið voru allir orðnir vel hressir svo úr varð skrautlegt kvöld, við skulum bara segja að mer var hent i laugina i fötum i kringum miðnætti!
Morguninn eftir var komið að því að fara i síðasta landið i Afríku, Suður-Afríka! Við vorum stoppuð a landamærunum og leitað var i öllum bílnum. Eftir það hélt leiðin áfram loksins almennilegir vegir, sólin skein svo litið var hægt að kvarta. Við komum a vina kúrinn Highlanders rett um 3 og drifum okkur i sundlaugina. Þar var opnuð ein freyðivínsflaska sem var sötruð i sólinni 😋. Seinni partinn fórum við svo i vínsmökkun! Við sátum með útsýni yfir vínberin og smökkuðum vínin sem þeir framleiða og fengum ostaplatta með. Virkilega goð vin sem eru framleidd og fengum góða kennslu a hvað er hvað. Eftir smökkunina var haldið brye fyrir okkur og drukkið meir.
Þa var komið að loka áfangastað ferðarinnar, cape Town! Leiðin var ca 4 tímar svo bara stutt og kosy. Við komum i ekkert smá flott 5 stjörnu hótel þar sem við tékkum um okkur inn en skildum farangurinn eftir. Svo for ég, Sarah, Helen, Jason, julia, katherine, Michael og anke að skoða robben island. Þar keyrðum við fyrst um eyjuna og fengum svo fyrrum fanga til þess að sýna okkur inni i fangelsinu. Saum klefann sem að nelson mandela eyddi 18 árum i! Svo fórum við til baka a hótelið og beint út að borða síðustu kvöldmáltíðina sem hópur :( fórum a ótrúlega flottan afriskan stað með live tónlist og goðum mat.

Posted by saeunn 23:39 Archived in Namibia Comments (0)

(Entries 1 - 5 of 9) Page [1] 2 »